Á fundi umhverfisráðs 16. nóvember var lagt fram erindi frá stjórn Reykjanesfólkvangs, dags. 12/10, þar sem óskað er umsagnar um fyrirhugað verkefni VSÓ Ráðgjafar við Eldfjallagarð á Reykjanesskaga.
Bæjarráð á fundi 22. október 2009 vísaði erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.
Lagt fram og frestað.
Á fundi bæjarráðs 26. nóvember 2009 samþykkti bæjarráð samhljóða tillögu um að formaður umhverfisráðs fylgi málinu eftir og meti framlag Kópavogsbæjar til verkefnisins.
Á fundi umhverfisráðs 14. desember 2009 var málið lagt fram að nýju.
Umhverfisráð samþykkti erindi stjórnar Reykjanesfólkvangs þess efnis að sveitarfélagið taki þátt þátt í verkefninu ""Eldfjallagarður"".
Á fundi umhverfisráðs 25. janúar 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt tillögu að framlagi Kópavogsbæjar.
Umhverfisráð leggur til við bæjarráð að styrkur til verkefnisins Eldfjallagarður verði 1.745.000 kr. eða samkvæmt kostnaðarskiptingu miðað við mannfjölda.