Umhverfisráð

494. fundur 27. september 2010 kl. 16:30 - 19:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.801287 - Grjótnám í Lækjarbotnum

Á fundi skipulagsnefndar 1. apríl 2008 var lagt fram erindi S. Helgason dags. 22. janúar 2008. Í erindinu var óskað eftir endurnýjun samnings um leyfi til námuvinnslu á svæðinu. Skipulagsefnd samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í umhverfisráði. Á fundi umhverfisráðs 7. apríl 2008 var óskað eftir heildstæðum gögnum yfir umfang verkefnisins með lýsingu á fyrri samningum um námuvinnsluna, núverandi stöðu í námunni og fyrirhugaðri viðbótarvinnslu, ásamt áætlun um frágang námu ef leyfi verður veitt til frekari vinnslu. Á fundi umhverfisráðs 20. október 2008 var skipulags- og umhverfissviði falið að boða til fundar með stjórnendum S. Helgasonar. Fundur var haldinn með stjórnenda S. Helgasonar þann 17. desember 2008. Á fundinum var ákveðið að ganga frá drögum að samningi og framkvæmdaráætlun að frágangi námunnar. Á fundi umhverfisráðs 26. janúar voru lögð fram drög að samningi og framkvæmdaráætlun um vinnslu og frágang á námu í Lækjarbotnum dags. 22. janúar 2009. Umhverfisráð óskaði eftir að tekið verði saman minnisblað um áður gerða samninga og ferli málsins. Einnig að fá mat á lagalegri stöðu eldri samnings um námuvinnslu á svæðinu. Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 var umsögn frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs lögð fram um lagalega stöðu áður gerðra samninga. Tekið hefur verið saman ferli málsins og ný drög af samningi kynnt. Umhverfisráð samþykkti stækkun á námusvæði samkv. uppdrætti og samningi skipulags- og umhverfissviðs 20. febrúar 2009 og vísaði málinu til bæjarráðs. Vakin er athygli á að enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um vinnslugjald. Umhverfisráð lagði til að málinu yrði vísað til framkvæmda- og tæknisviðs varðandi tillögu þar að lútandi. Á fundi bæjarráðs 16. apríl 2009 var tillaga umhverfisráðs samþykkt. Á fundi umhverfisráðs 6. júlí 2009 var erindið lagt fram að nýju ásamt samningi á milli Kópavogsbæjar og S. Helgasonar sem nú innihélt vinnslugjald.
Samningsdrögin voru samþykkt og námugjald og vísað til bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 9. júlí 2009 voru samningsdrögin samþykkt.
Á fundi umhverfisráðs 27. september 2010 var lögð fram úttekt á svæðinu og staða málsins kynnt.

Umhverfisráð leggur til við bæjarráð að samningur um grjótnámið verði uppfylltur hvað varðar verktryggingu og frágang svæðisins og að frekara grjótnám fari ekki fram fyrr en þessi skilyrði verði uppfyllt.

2.1003275 - Umhverfisviðurkenningar 2010

Á fundi umhverfisráðs 29. mars 2010 lagði Skipulags- og umhverfissvið til við umhverfisráð að sviðinu verði falið að annast undirbúning vegna veitingu umhverfisviðurkenninga ársins.
Tilnefningar kynntar og málið rætt.
Á fundi umhverfisráðs 28. júní 2010 var farið í rútuferð og þeir staðir skoðaðir sem tilnefndir voru til umhverfisviðurkenninga.
Staðirnir voru skoðaðir og ákveðið hverjir skyldu fá viðurkenningu.
Á fundi umhverfisráðs 23. ágúst var farið yfir afhendingu umhverfisviðurkenninganna.
Farið var yfir skipulag viðurkenninganna og dagskrá.
Á fundi umhverfisráðs 26. ágúst 2010 voru umhverfisviðurkenningar umhverfisráðs 2010 afhentar.
Farið var á þá staði sem fengu viðurkenningu og fróðleiksskilti sem klúbbar bæjarins gáfu afhjúpað. Einnig var farið í heimsókn í götu ársins, sem tilnefnd var af bæjarstjórn.
Á fundi umhverfisráðs 27. september 2010 var farið yfir umhverfisviðurkenningarnar og kostnað þeim tengdum.

Lagt fram og kynnt.

3.1002159 - Útikennslusvæði í Kópavogi

Lögð var fram tillaga að áætlun um útikennslusvæði fyrir skóla í Kópavogi. Lagt var til að í ár verði gerð þrjú til fjögur útikennslusvæði til viðbótar þeim tveimur sem þegar eru komin. Gert er ráð fyrir að grunnskólar og leikskólar geti samnýtt svæðin en nú þegar liggja fyrir umsóknir frá ýmsum leik- og grunnskólum.
Málinu frestað og umhverfisráð óskaði eftir ítarlegri gögnum.
Á fundi umhverfisráðs 29. mars 2010 var staða málsins og drög að áætlun um útikennslusvæði kynnt.
Umhverfisfulltrúi gerði grein fyrir fundum með skólastjórum leikskóla og grunnskóla og kynnti stöðu málsins. Unnið verði áfram að málinu.
Á fundi umhverfisráðs 3. maí 2010 voru lokadrög að áætlun um útistofur í Kópavogi lögð fram.
Umhverfisráð samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til umsagnar leikskóla- og skólanefndar.
Á fundi umhverfisráðs 27. september 2010 voru lögð fram drög að áætlun um útfærslu og kostnað vegna náttúrustofa í Kópavogi ásamt umsögnum skólanefndar og leikskólanefndar.

Málið kynnt og óskað eftir umsögn frá skipulags- og umhverfissviði.

4.1006314 - Evrópsk samgönguvika 2010

Á fundi umhverfisráðs 24. júní 2010 kynnti Skipulags- og umhverfissviðs verkefnið Evrópsk samgönguvika 2010 sem haldin verður vikuna 16- 22. september 2010.
Lagt fram og kynnt.
Á fundi umhverfisráðs 23. ágúst 2010 var málið lagt fram á ný.
Umhverfisfulltrúi fór yfir stöðu mála og var falið að vinna áfram í málinu.
Á fundi umhverfisráðs 27. september 2010 var farið yfir dagskrá og viðburði vikunnar.

Lagt fram og kynnt. Umhverfisráð leggur til við bæjarráð að hraða verði endurbótum á almenningssamgöngum í bænum. Slíkt er forsenda þess að íbúar geti ferðast um á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.

5.1008136 - Síðsumarsganga 2010

Síðsumargangan er árlegur viðburður á degi umhverfisins hjá umhverfisráði. Á undanförnum árum hefur verið farið í göngur um útivistarsvæði í Kópavogi og pylsur grillaðar á eftir.
Ákveðið hefur verið að fara í síðsumarsgöngu 11. september kl 11.00.
Á fundi umhverfisráðs 27. september 2010 var farið yfir viðburðinn.

Lagt fram og kynnt.

6.1009241 - Umhverfisvika í MK

Umhverfisvika verður haldin í fyrsta skipti í Menntaskólanum í Kópavogi dagana 18.- 21. október nk. og hafa skipuleggjendur vikunnar óskað eftir aðstoð við skipulagningu umhverfisvikunnar frá umhverfisráði. Lagt er fram erindi frá raungreinakennurum í MK dags. 20. september 2010 um fjárstyrk kr. 150.000.- Ráðgerir skólinn að halda umhverfisviku árlega í samstarfi við umhverfisráð Kópavogs.
Skólinn er mannmargur vinnustaður kennara og nemenda og hafa borist ábendingar um vöntun á strætóskýli við skólann.

Umhverfisráð mælir með því við bæjarráð að Kópavogsbær verði aðili að umhverfisviku Menntaskólans í Kópavogi og að formaður umhverfisráðs og umhverfisfulltrúi verði tengiliðir umhverfisráðs vegna undirbúningsvinnu. 

Umhverfisráð leggur til við bæjarráð að styrkja Menntaskólinn í Kópavogi  vegna þessa verkefnis.

Umhverfisráð samþykkir að beina þeim tilmælum til bæjarráðs að sett verði strætóskýli við Menntaskólann í Kópavogi.

7.1009243 - Sameiginlegur starfsdagur kennara 1. október 2010

Sameiginlegur starfsdagur grunnskóla Kópavogs og grunnskóladeildar bæjarins fer fram 1. október næstkomandi í Hörðuvallaskóla og er yfirskrift dagsins "Sjálfbær þróun og grenndarsamfélagið". Deildarstjóri grunnskóladeildar hefur leitað eftir samstarfi við umhverfisráð vegna þessa.

Lagt fram og kynnt.

8.1009239 - Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda 2010

Lagt er fram erindi frá Umhverfisstofnun dags. 15. september 2010. Boðað er til 3. lögbundis fundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga í Borgarnesi, 29. október 2010.

Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 19:00.