Á fundi umhverfisráðs 25. janúar 2010 var lögð fram tillaga að stefnumörkun í umhverfismálum í Kópavogi dags. 21. janúar 2010. Í tillögunni koma fram ýmis átaksverkefni sem marka framtíðarsýn umhverfismála í Kópavogi. Umhverfisráð felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram að henni.
Á fundi umhverfisráðs 22. febrúar 2010 var tillaga að umhverfisyfirlýsingu Kópavogs, umhverfisstefnu og áætlun til næstu ára lögð fram.
Lagt fram til kynningar og vinnufundur ákveðinn 15. mars 2010.
Á fundi umhverfisráðs 29. mars 2010 var staða málsins kynnt.
Umhverfisfulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins og lagði fram ný drög af umhverfisstefnu Kópavogs samkvæmt tillögu vinnuhópsins. Óskað eftir athugasemdum og tillögum fyrir næsta fund.
Á fundi umhverfisráðs 3. maí 2010 eru drögin lögð fram á ný.
Drög að umhverfisstefnu Kópavogs lögð fram og rædd.
Á fundi umhverfisráðs 29. nóvember 2010 eru ný drög að umhverfisstefnu Kópavogsbæjar lögð fram.