Umhverfisráð

484. fundur 14. desember 2009 kl. 16:30 - 18:30 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.903007 - Bæjarráð, bæjarstjórn, afgreiðslur.

Fundargerð bæjarráðs 26. nóvember 2009
0910195 - Verkefnið Eldfjallagarður. Óskað eftir afstöðu til stuðnings við verkefnið.
Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu um að formaður umhverfisráðs fylgi málinu eftir og meti framlag Kópavogsbæjar til verkefnisins.

2.912319 - Opin svæði- leiðir til sparnaðar

Lagt er fram erindi EFLU varðandi opin svæði og leiðir til sparnaðar á þeim. Mun Árni Bragason hjá EFLU kynna þessar hugmyndir.

Umhverfisráð þakkar kynninguna.

3.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2008-2020

Á fundi umhverfisráðs 16. nóvember 2009 var lögð fram tillaga að íbúafundi vegna endurskoðunarinnar.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir fyrirkomulagi íbúafundanna.
Á fundi umhverfisráðs 14. desember 2009 verður farið yfir niðurstöður ný yfirstaðins íbúaþings í Kópavogi.

Farið var yfir samantekt af helstu niðurstöðum íbúafundanna. Umhverfisráð leggur til að tillögur og athugasemdir verði áframsendar til viðkomandi nefnda. Umhverfisráð þakkar starfsmönnum vel unnin störf og íbúum fyrir þátttöku.

4.910195 - Verkefnið Eldfjallagarður. Óskað eftir afstöðu til stuðnings við verkefnið.

Á fundi umhverfisráðs 16. nóvember var lagt fram erindi frá stjórn Reykjanesfólkvangs, dags. 12/10, þar sem óskað er umsagnar um fyrirhugað verkefni VSÓ Ráðgjafar við Eldfjallagarð á Reykjanesskaga.
Bæjarráð á fundi 22. október 2009 vísaði erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.
Lagt fram og frestað.
Á fundi bæjarráðs 26. nóvember 2009 samþykkti bæjarráð samhljóða tillögu um að formaður umhverfisráðs fylgi málinu eftir og meti framlag Kópavogsbæjar til verkefnisins.
Á fundi umhverfisráðs 14. desember 2009 er málið lagt fram að nýju.

Umhverfisráð samþykkir erindi stjórnar Reykjanesfólkvangs þess efnis að sveitarfélagið taki þátt þátt í verkefninu "Eldfjallagarður".

5.912318 - Úttekt á friðlýstum svæðum í Kópavogi

Lagt er fram erindi Umhverfisstofnunar um úttekt á friðlýstum svæðum í Kópavogi. Óskað er eftir athugasemdum og ábendingum frá Kópavogsbæ.

Umhverfisráð samþykkir framlagðar ábendingar Skipulags- og umhverfissviðs.

6.911364 - Kynning á almenningssamgöngum sem nýta innlenda orku í formi rafmagns.

Á fundi bæjarráðs var lagt fram erindi frá G. Hermannssyni Ltd, dags. 12/11, kynning á rafdrifnum almenningsvögnum. Á fundi bæjarráðs 19. nóvember 2009 var erindinu vísað til stjórnar Strætó bs., umhverfisráðs og umferðarnefndar til afgreiðslu.

Umhverfisráð leggur til við stjórn Strætó bs. að skoða þennan kost og að unnið verði markvisst að því að allir vagnar Strætó bs. verði rafdrifnir þar sem innkaupakostnaður við einn slíkan vagn sé álíka hár og á hefðbundnum díselvagni en rekstrarkostnaður töluvert lægri.

7.904002 - Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs 2009

Fundargerðir Reykjanesfólkvangs 23. október 2009 og 26. nóvember 2009 lagðar fram.
Önnur mál:
Friðrik Baldursson mun fjalla um útivistarsvæði í Kópavogi í máli og myndum.

Fundi slitið - kl. 18:30.