Umhverfisráð

481. fundur 21. september 2009 kl. 16:30 - 18:30 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir Umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Umhverfisráð býður nýjan fulltrúa í umhverfisráði, Sigurjón Jónsson velkominn til starfa og þakkar fráfarandi fulltrúa, Hirti Sveinssyni fyrir samstarfið.

1.909209 - Grænt Kópavogskort

Lagt er fram erindi Guðrúnar Tryggvadóttur f.h. Náttúrunnar. Óskað er eftir því að fá að kynna verkefnið Grænt kort.

Umhverfisráð þakkar fyrir góða kynningu. Umhverfiráð felur Skipulags- og umhverfissviði að vinna frekar að málinu. 

2.811171 - Grænt bókhald fyrir Kópavogsbæ árið 2007

Á fundi umhverfisráðs 17. nóvember 2008 voru lykiltölur í Grænu bókhaldi Kópavogs fyrir árið 2007, dags. 17. nóvember 2008 lagðar fram.
Lagt fram og rætt. Umhverfisráð óskar eftir því að áfram verði unnið að málinu.
Á fundi umhverfisráðs 21. september 2009 er grænt bókhald ársins 2007 lagt fram.

Samþykkt.

3.909074 - Grænt bókhald 2008

Grænt bókhald ársins 2008 lagt fram.

Samþykkt.

4.907022 - Hjóladagur-samgönguvika

Lagt fram erindi Skipulags- og umhverfissviðs að unnið verði í samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að hjóladegi og samgönguviku sem í ár verður vikuna 16- 22. september. Lagt er til að hjóladagur verði með svipuðu sniði og áður og hjólreiðamönnum boðið uppá hressingu við Gerðasafn.
Lagt fram.
Á fundi umhverfisráðs 21. september 2009 er lögð fram dagskrá að samgönguviku í Kópavogi.

Farið var yfir framkvæmd samgönguvikunnar og niðurstaða hennar rædd.

5.909062 - Ársfundur Umhverfisstofnunar og umhverfisnefnda á Íslandi

Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar sem óskar þess að Kópavogsbær taki að sér að halda næsta ársfund Umhverfisstofnunar og umhverfisnefnda á Íslandi þann 6. nóvember 2009.

Samþykkt að fela Skipulags- og umhverfissviði að undirbúa ársfundinn fyrir hönd umhverfisráðs.

6.805067 - Kattahald í Kópavogi

Á fundi umhverfisráðs 20. ágúst 2007 var lagt fram erindi, sem barst bæjarráði frá Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur, dags. í júní 2007, þar sem óskað er eftir að bæjaryfirvöld setji reglur um kattahald, því fuglalíf bíði mikinn skaða af lausagöngu katta.
Á fundi bæjarráðs 26. júlí 2007 var erindinu vísað til umhverfisráðs til afgreiðslu.
Umhverfisráð fól bæjarskipulagi að taka saman umsögn um reglur nágrannasveitarfélaganna.
Á fundi umhverfisráðs 17. september 2007 var erindið lagt fram á ný. Lögð voru fram afrit af reglum um kattahald í nágrannabæjarfélögum, til yfirferðar af nefndarfólki. Málið verður áfram til umfjöllunar.
Á fundi umhverfisráðs 8. október 2007 var erindið lagt fram á ný.
Umhverfisráð samþykkti að unnin verði drög að reglum um kattahald í Kópavogi. Bæjarskipulagi var falið að fullgera drögin og leggja fyrir næsta fund umhverfisráðs.
Á fundi umhverfisráðs 19. nóvember 2007 var erindið lagt fram á ný ásamt drögum að reglum um kattahald í Kópavogi.
Umhverfisráð samþykkti að leita umsagnar bæjarlögmanns og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
Á fundi umhverfisráðs 17. mars 2008 var erindið lagt fram á ný ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits dags. 19. febrúar 2008 og umsögn bæjarlögmanns dags. 14. mars 2008.
Bæjarskipulagi var falið að samræma þau drög að reglum, sem hafa verið til umfjöllunar í umhverfisráði, þeim reglum sem bæjarlögmaður bendir á. Jafnframt verði óskað eftir áliti nágrannabæjarfélaga á framkvæmd þeirra reglna.
Á fundi umhverfisráðs 14. apríl 2008 voru ný drög að reglum um kattarhald lögð fram til kynningar.
Lagt fram á ný.Umhverfisráð samþykkir framlagðar reglur um kattarhald dags. 28. apríl 2008 og vísaði þeim til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 15. maí 2008 mættu bæjarlögmaður og heilbrigðisfulltrúi til fundar og gerðu grein fyrir drögum að reglum um kattahald í Kópavogi, sbr. mál samþykkt í umhverfisráði, en frestað í bæjarráði 2/5 sl. Lögð var fram umsögn bæjarlögmanns um drögin, dags. 14/5.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins.
Á fundi umhverfisráðs 21. september óskar umhverfisráð eftir endurupptöku þessa máls.

Lögð var fram enduskoðuð tillaga að samþykkt um kattahald. Í endurskoðuninni hefur verið tekið tillit til athugasemda bæjarlögmanns sbr. umsögn dag. 14. maí 2008 og umsögn heilbrigðiseftirlitsins dags. 19. febrúar 2008. Umhverfisráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni áfram til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.811333 - Reglugerð um skilti og merkingar í Kópavogi

Á fundi umhverfisráðs 19. maí 2008 lagði umhverfisráð áherslu á að settar verði reglur um auglýsingaskilti í bænum.
Á fundi umhverfisráðs 11. ágúst 2008 var málið lagt fram og formaður og varaformaður skipaðir í vinnuhópinn.
Vinnuhópinn skipa:
Tveir frá skipulagsnefnd, tveir frá bygginganefnd og tveir frá umhverfisráði.


Lagt fram á ný ásamt fundargerð vinnuhóps til að ákvarða vinnureglur um merkingar og skilti í Kópavogi, dags. 6. nóvember 2008.
Á fundi umhverfisráðs 21. september 2009 er lögð fram ný tillaga að reglugerð þar sem tekið var tillit til athugasemda vinnuhópsins.

Umhverfisráð vísar málinu til vinnuhópsins. Sigurjón Jónsson tekur við sæti Hjörts Sveinssonar í vinnuhópnum.

8.909187 - Vistakstur

Lagt er fram erindi Landverndar dags. 10. september 2009 þar sem óskað er eftir því við Kópavogsbæ að hann kaupi af Landvernd, námskeið í vistakstri fyrir starfsfólki.

Umhverfisráð leggur til við bæjarráð að námskeið í vistakstri verði haldið fyrir starfsfólk áhaldahúss Kópavogs.

9.909188 - Beiðni um betra leiksvæði

Lagt er fram erindi Áslaugar Guðmundsdóttur, dags. 2. september 2009 þar sem óskað er eftir því að leiksvæði við Baugakór verði lagað.

Umhverfisráð vísar erindinu til garðyrkjustjóra.

Fundi slitið - kl. 18:30.