Á fundi umhverfisráðs 20. ágúst 2007 var lagt fram erindi, sem barst bæjarráði frá Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur, dags. í júní 2007, þar sem óskað er eftir að bæjaryfirvöld setji reglur um kattahald, því fuglalíf bíði mikinn skaða af lausagöngu katta.
Á fundi bæjarráðs 26. júlí 2007 var erindinu vísað til umhverfisráðs til afgreiðslu.
Umhverfisráð fól bæjarskipulagi að taka saman umsögn um reglur nágrannasveitarfélaganna.
Á fundi umhverfisráðs 17. september 2007 var erindið lagt fram á ný. Lögð voru fram afrit af reglum um kattahald í nágrannabæjarfélögum, til yfirferðar af nefndarfólki. Málið verður áfram til umfjöllunar.
Á fundi umhverfisráðs 8. október 2007 var erindið lagt fram á ný.
Umhverfisráð samþykkti að unnin verði drög að reglum um kattahald í Kópavogi. Bæjarskipulagi var falið að fullgera drögin og leggja fyrir næsta fund umhverfisráðs.
Á fundi umhverfisráðs 19. nóvember 2007 var erindið lagt fram á ný ásamt drögum að reglum um kattahald í Kópavogi.
Umhverfisráð samþykkti að leita umsagnar bæjarlögmanns og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
Á fundi umhverfisráðs 17. mars 2008 var erindið lagt fram á ný ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits dags. 19. febrúar 2008 og umsögn bæjarlögmanns dags. 14. mars 2008.
Bæjarskipulagi var falið að samræma þau drög að reglum, sem hafa verið til umfjöllunar í umhverfisráði, þeim reglum sem bæjarlögmaður bendir á. Jafnframt verði óskað eftir áliti nágrannabæjarfélaga á framkvæmd þeirra reglna.
Á fundi umhverfisráðs 14. apríl 2008 voru ný drög að reglum um kattarhald lögð fram til kynningar.
Lagt fram á ný.
Umhverfisráð samþykkir framlagðar reglur um kattarhald dags. 28. apríl 2008 og vísaði þeim til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 15. maí 2008 mættu bæjarlögmaður og heilbrigðisfulltrúi til fundar og gerðu grein fyrir drögum að reglum um kattahald í Kópavogi, sbr. mál samþykkt í umhverfisráði, en frestað í bæjarráði 2/5 sl. Lögð var fram umsögn bæjarlögmanns um drögin, dags. 14/5.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins.
Á fundi umhverfisráðs 21. september óskar umhverfisráð eftir endurupptöku þessa máls.