Umhverfisráð

479. fundur 17. ágúst 2009 kl. 16:30 - 18:30 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.812063 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 var lagt fram erindi stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 25. nóvember 2008. Lögð voru fram drög að breytingum á deiliskipulagi á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Á fundi skipulagsnefndar 14. júlí var lögð fram tillaga að deiliskipulagi, greinargerð, uppdráttur í mkv 1:5000, skilmálar og matslýsing. Dags. í júlí 2009.Frestað. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til umsagnar umhverfisráðs og Heilbrigðiseftirlits og fól skipulagsstjóra að hafa samráð við Skipulagsstofnun um feril málsins. Á fundi umhverfisráð 17. ágúst 2009 er málið lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfisráðs.

Umhverfisráð mælir með því að matslýsing dags í júlí 2009 verði send Skipulagsstofnun til athugunar. Svæðið er innan vatnsverndar því leggur umhverfisráð áherslu á að eftirfarandi atriði verði skoðuð sérstaklega við gerð umhverfisskýrslu.

  1. Getur snjóframleiðsla haft í för með sér mengun á svæðinu. Er/verður efnum blandað út í vatnið sem notað er. Eru/verða mengandi efni notuð fyrir tækjabúnað snjóframleiðslunnar sem geta lekið út í umhverfið.
  2. Þær breytingar sem verið er að óska eftir á svæðinu munu að öllum líkindum fela í sér aukinn fólksfjölda til að njóta útivistar. Við óskum því eftir mati á því hversu mikil aukning það geti orðið.
  3. Aukinn fólksfjöldi á svæðinu hefur svo aftur í för með sér aukna mengunarhættu. Hverjar eru mótvægisaðgerðirnar og í hverju felast þær.
  4. Við fjölgun fólks þarf fleiri og stærri bílastæði, hefur verið gert ráð fyrir því að koma í veg fyrir afrennsli mengandi efna af bílastæðunum út í umhverfið.

2.907020 - Síðsumarganga umhverfisráðs

Síðsumargangan er árlegur viðburður hjá umhverfisráði og er stefnt að því að hún fari fram 3. september 2009 kl:17:00.Nánara fyrirkomulag og dagskrá kynnt síðar.Á fundi umhverfisráðs 17. ágúst 2009 er lögð fram tillaga að göngu.

Ákveðið var að síðsumarganga 2009 yrði í Kópavogsdal, þar sem lögð verður áhersla á jarðfræði, lífríki, sögu og menningu dalsins. Samþykkt.

Önnur mál
Af gefnu tilefni vilja fulltrúar Samfylkingarinnar spyrjast fyrir um hver sé staða fyrirhugaðrar reglugerðar um uppsetningu auglýsingaskilta í Kópavogsbæ?

Fundi slitið - kl. 18:30.