Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 var lagt fram erindi stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 25. nóvember 2008. Lögð voru fram drög að breytingum á deiliskipulagi á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Á fundi skipulagsnefndar 14. júlí var lögð fram tillaga að deiliskipulagi, greinargerð, uppdráttur í mkv 1:5000, skilmálar og matslýsing. Dags. í júlí 2009.Frestað. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til umsagnar umhverfisráðs og Heilbrigðiseftirlits og fól skipulagsstjóra að hafa samráð við Skipulagsstofnun um feril málsins. Á fundi umhverfisráð 17. ágúst 2009 er málið lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfisráðs.
Umhverfisráð mælir með því að matslýsing dags í júlí 2009 verði send Skipulagsstofnun til athugunar. Svæðið er innan vatnsverndar því leggur umhverfisráð áherslu á að eftirfarandi atriði verði skoðuð sérstaklega við gerð umhverfisskýrslu.