Umhverfisráð

486. fundur 22. febrúar 2010 kl. 16:30 - 18:30 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2008-2020

Á fundi umhverfisráðs 16. nóvember 2009 var lögð fram tillaga að íbúafundi vegna endurskoðunarinnar.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir fyrirkomulagi íbúafundanna.
Á fundi umhverfisráðs 14. desember 2009 var farið yfir niðurstöður ný yfirstaðins íbúaþings í Kópavogi.
Farið var yfir samantekt af helstu niðurstöðum íbúafundanna. Umhverfisráð leggur til að tillögur og athugasemdir verði áframsendar til viðkomandi nefnda. Umhverfisráð þakkar starfsmönnum vel unnin störf og íbúum fyrir þátttöku.
Á fundi umhverfisráðs 22. febrúar 2010 eru lagðar fram niðurstöður umhverfismálaflokksins sem búið er að flokka niður eftir málefnum. Jafnframt lögð fram greinargerð um endurskoðun aðalskipulagsins og Staðardagskrár 21.

Lagt fram til kynnningar og óskað eftir athugasemdum fyrir næsta fund.

 

2.1001169 - Stefnumörkun í umhverfismálum í Kópavogi

Á fundi umhverfisráðs 25. janúar 2010 var lögð fram tillaga að stefnumörkun í umhverfismálum í Kópavogi dags. 21. janúar 2010. Í tillögunni koma fram ýmis átaksverkefni sem marka framtíðarsýn umhverfismála í Kópavogi. Umhverfisráð felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram að henni.
Á fundi umhverfisráðs 22. febrúar 2010 er tillaga að umhverfisyfirlýsingu Kópavogs, umhverfisstefnu og áætlun til næstu ára lögð fram.

Lagt fram til kynningar og vinnufundur ákveðinn 15. mars 2010.

3.1002095 - Fróðleiksskilti 2010

Sumarið 2009 var samþykkt að vinna tvö fróðleiksskilti af Elliðavatni. Skilti sem fjallar um sögu Elliðavatns og umhverfis er þegar tilbúið. Lagðar eru fram tillögur að texta og útliti skiltis um lífríki Elliðavatns.

Lagt fram til kynningar.

4.1002038 - Ferða- og afþreyingariðnaður í Kópavogi. Ósk um afnot af svæði undir starfsemina.

Á fundi bæjarráðs 2. febrúar 2010 var lagt fram erindi varðandi ósk um landsvæði til afnota fyrir starfsemi í ferða- og afþreyingariðnaði. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar hjá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.

Umhverfisráð telur að ekki sé til hentug svæði innan bæjarmarka Kópavogs fyrir slíka starfsemi.

5.1002161 - Trjágróður og hættutré í Kópavogi

Lagt er fram erindi frá verkfræðistofunni EFLU þar sem óskað er eftir stuðnings- og styrktaraðilum vegna verkefnisins ""Trjágróður og hættutré á Íslandi"".

Umhverfisráð telur þetta ekki forgangsverkefni og hafnar því beiðninni.

6.909062 - Ársfundur Umhverfisstofnunar og umhverfisnefnda á Íslandi

Lögð er fram fundargerð Ársfundar Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarnefnda á Íslandi sem haldinn var 6. nóvember 2009 í Kópavogi.

 

7.1001152 - Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs 2010.

Fundargerð Reykjanesfólkvangs 4. febrúar 2010 lögð fram.

8.1002180 - Beiðni um styrk til að halda málþing um jarðminjagarð.

Lögð er fram til kynningar dagskrá málþings um jarðminjagarð á Íslandi - Eldfjallagarð á Reykjanesi þann 24. mars 2010, kl. 13.00 í Salnum.
Önnur mál:
Vekjum athygli á ráðstefna um vistvæn innkaup 5. mars 2010.

Fundi slitið - kl. 18:30.