Ungmennaráð

2. fundur 17. mars 2015 kl. 20:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
 • Elva Arinbjarnar aðalfulltrúi
 • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
 • Tekla Kristjánsdóttir varafulltrúi
 • Bjarki Geir Grétarsson aðalfulltrúi
 • Selma Dagmar Óskarsdóttir aðalfulltrúi
 • Halldór Ísak Ólafsson aðalfulltrúi
 • Elín Perla Stefánsdóttir varafulltrúi
 • Marteinn Atli Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Sigþór Óli Árnason aðalfulltrúi
 • Berglind Ýr Benediktsdóttir aðalfulltrúi
 • Viktor Einar Vilhelmsson aðalfulltrúi
 • Huginn Goði Kolbeinsson aðalfulltrúi
 • Birgitta Sól Eggertsdóttir aðalfulltrúi
 • Elín Ylfa Viðarsdóttir aðalfulltrúi
 • Sigurjón Ágústsson varafulltrúi
 • Hlín Guðmundsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Birgitta Sól Eggertsdóttir ritari Ungmennaráðs Kópavogs
Dagskrá

1.1503471 - Ungmennaráð-Kosning í embætti

Í formann bjóða sig fram: Huginn Goði Kolbeinsson og Marteinn Atli Gunnarsson.
Framboðsefni kynntu sig og leynileg kosning fór fram.
Tveir voru í framboði til formanns, ákveðið af öllum ráðsmönnum að sá frambjóðandi sem hlyti fleiri atkvæði yrði formaður og hinn varaformaður. Marteinn Atli Gunnarsson var kosinn formaður og Huginn Goði Kolbeinsson var kosinn varaformaður. Birgitta Sól Eggertsdóttir var ein í framboði til ritara og var hún kosin með öllum greiddum atkvæðum.

2.1410629 - Ungmennaráð Kópavogs. Boð á fund skipulagsnefndar.

Erindi frá skipulagsnefnd Kópavogs lagt fyrir.
Ungmennaráð þiggur boð skipulagsnefndar á fund og ætlar að senda nokkra fulltrúa.
Ráðið óskar eftir frekari upplýsingum um efni fundarins og fundartíma.

3.1503472 - Ungmennaráð-Samgöngumál

Ungmennaráð Kópavogs ákvað á síðasta vinnufundi ráðsins að ræða um samgöngumál á næsta formlega fundi ráðsins.
Umræða um skipulag strætókerfis fyrir ungt fólk í Kópavogi. Einnig rætt um skipulag skólaaksturs og öryggi í rútum.

Ungmennaráð Kópavogs óskar eftir fulltrúa frá Strætó BS á næsta formlegan fund.
Ungmennaráð Kópavogs hvetur rútufyrirtækin að fara betur yfir rúturnar og gæta að stundvísi.

4.1503470 - Ungmennaráð-Sumarvinna 2015

Ungmennaráð Kópavogs ákvað á síðasta vinnufundi ráðsins að ræða um sumarvinnu fyrir unglinga og ungt fólk í Kópavogi á næsta formlega fundi ráðsins.
Umræða um vinnutíma, fjölbreyttari störf fyrir yngri hópinn, betri útbúnað og verkfæri. Frekari umræðu frestað fram að næsta vinnufundi ungmennaráðs.
Næsti vinnufundur Ungmennaráðs Kópavogs ákveðinn 8. apríl kl. 20.00 í Molanum.

Fundi slitið.