Ungmennaráð

5. fundur 08. október 2018 kl. 18:00 - 19:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Sóley Erla Jónsdóttir aðalfulltrúi
 • Davíð Fannar Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Halldís Sigurðard. Hjaltested aðalfulltrúi
 • Katrín Rós Þrastardóttir aðalfulltrúi
 • Unnur María Agnarsdóttir aðalfulltrúi
 • Guðríður María Guðmundsdóttir aðalfulltrúi
 • Alexander Jóhannsson aðalfulltrúi
 • Sana Salah Karim aðalfulltrúi
 • Kristófer Breki Halldórsson aðalfulltrúi
 • Sóley Þórarinsdóttir aðalfulltrúi
 • Stefán Daði Karelsson aðalfulltrúi
 • Viktoría Georgsdóttir aðalfulltrúi
 • Gunnlaugur Ernir Ragnarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
 • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri ítk
Fundargerð ritaði: Amanda K. Ólafsdóttir Deildarstjóri frístunda- og forvarnadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1806578 - Ungmennaráð Kópavogs 2018

Fræðsla ætluð fulltrúum Ungmennaráð Kópavogs.

Til upplýsinga um kjörna fulltrúa úr bæjarstjórn sem tengiliðir við Ungmennaráð Kópavogs.

Kynningabréf um Ungmennaráð Kópavogs.
Halldís Sigurðardóttir og Alexander Jóhannsson komu inn á fund kl. 18.05.

Ráðið samþykkti að skoða fræðslu ætluð fulltrúum Ungmennaráð Kópavogs.
Markmið með fræðslunni er að fulltrúar fái innsýn í helstu þætti í starfi ungmennaráða, hugtök, vinnulag og fái gott veganesti í komandi starfstímabil ráðsins.

Theódóra Þorsteinsdóttir og Hjördís Ýr Johnson eru kjörnir fulltrúar úr bæjarstjórn sem tengiliðir við Ungmennaráð Kópavogs.

Tillaga um breytingu á fundaráætlun lögð fram. Breyting á fundaráætlun samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Ákveðið var að senda kynningarbréf um Ungmennaráð Kópavogs á allar nefndir og ráð bæjarins til upplýsinga um hlutverk, markmið og skipan í ráðið. Formaður og starfsmaður ráðsins falið að gera drög að bréfi.

Almenn mál

2.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Athuga val á tveimur fulltrúum úr Ungmennaráði Kópavogs í verkefnastýrihóp í tengslum við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.
Sóley Þórarinsdóttir og Davíð Fannar Sigurðsson voru kosin sem fulltrúar úr ungmennaráði í verkefnastýrihóp í tengslum við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Viktoría Georgsdóttir fór af fundi kl. 19.05.

Fundarmenn ræddu sín á milli hvaða málefni þeim þætti mikilvæg að vinna að fyrir börn og ungmenni í ráðinu í vetur. Frekari umræðu frestað fram á næsta fund ungmennaráðs.

Fundi slitið - kl. 19:15.