Ungmennaráð

4. fundur 24. september 2018 kl. 18:15 - 19:13 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Sóley Erla Jónsdóttir aðalfulltrúi
 • Davíð Fannar Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Halldís Sigurðard. Hjaltested aðalfulltrúi
 • Kjartan Sveinn Guðmundsson aðalfulltrúi
 • Unnur María Agnarsdóttir aðalfulltrúi
 • Guðríður María Guðmundsdóttir aðalfulltrúi
 • Alexander Jóhannsson aðalfulltrúi
 • Sana Salah Karim aðalfulltrúi
 • Selma Karlsdóttir aðalfulltrúi
 • Kristófer Breki Halldórsson aðalfulltrúi
 • Sóley Þórarinsdóttir aðalfulltrúi
 • Viktoría Georgsdóttir aðalfulltrúi
 • Gunnlaugur Ernir Ragnarsson aðalfulltrúi
 • Amanda Karima Ólafsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Amanda K. Ólafsdóttir Deildarstjóri frístundadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1806578 - Ungmennaráð Kópavogs 2018

Erindisbréf ungmennaráðs kynnt.

Selma Karlsdóttir mætti á fund kl. 18.24.

Almenn mál

2.1503471 - Ungmennaráð-Kosning í embætti

Rætt um kosningu í embætti ungmennaráðs. Skv erindisbréfi ungmennaráðs er ráðinu skylt að skipa formann, varaformann og ritara á fyrsta fundi sínum.
Í formann bjóða sig fram Katrín Rós Þrastardóttir, Halldís Sigurðardóttir og Kjartan Sveinn Guðmundsson.
Framboðsefni kynntu sig og leynileg kosning fór fram.
Þrír voru í framboði til formanns og ákveðið af öllum ráðsmönnum að sá frambjóðandi sem hlyti flest atkvæði yrði formaður. Halldís Sigurðardóttir var kosin formaður.
Unnur María Agnarsdóttir var ein í framboði varaformanns og var hún kosin með öllum greiddum atkvæðum.
Davíð Fannar Sigurðsson var einn í framboði ritara og var hann kosinn með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn mál

3.1806578 - Ungmennaráð Kópavogs 2018

Lögð fram fundaráætlun fram að áramótum.
Tillögur ræddar um fasta fundi ungmennaráðs fram að áramótum. Auk þess var rætt um opinn fund ungmennaráðs.
Tillaga um að fundir verða haldnir annan mánudag í mánuði kl. 18.00-20.00. Næsti fundir fram að áramótum eru:
8.október
12.nóvember
10.desember
Opin fundur ungmennaráðs (haldinn í febrúar eða mars 2019).

Ráðið samþykkti fundaráætlun Ungmennaráð Kópavogs 2018.

Annað:
Innleiðing Barnasáttmálans stuttlega kynnt. Á næstu fundi ráðsins verður skoðað val á tveimur fulltrúum úr ungmennaráði í verkefnahóp tengt innleiðingu barnasáttmálans.

Ekki fleira gert.
Fundið slitið kl. 19.13.

Fundi slitið - kl. 19:13.