Ungmennaráð

7. fundur 14. janúar 2019 kl. 18:08 - 19:32 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Sóley Erla Jónsdóttir aðalfulltrúi
 • Davíð Fannar Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Halldís Sigurðard. Hjaltested aðalfulltrúi
 • Unnur María Agnarsdóttir aðalfulltrúi
 • Sana Salah Karim aðalfulltrúi
 • Selma Karlsdóttir aðalfulltrúi
 • Kristófer Breki Halldórsson aðalfulltrúi
 • Sóley Þórarinsdóttir aðalfulltrúi
 • Stefán Daði Karelsson aðalfulltrúi
 • Viktoría Georgsdóttir aðalfulltrúi
 • Gunnlaugur Ernir Ragnarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
 • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri ítk
Fundargerð ritaði: Amanda K. Ólafsdóttir Deildarstjóri frístundadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1710516 - Lýðheilsustefna: innleiðing

Anna Elísabet Ólafsdóttir sérfræðingur í lýðheilsumálum hjá Kópavogsbæ kynnir innleiðingu lýðheilsustefnunnar og verkefni tengt andlegri líðan ungs fólks.
Fundur settur kl. 18.08.

Ungmennaráð Kópavogs þakkar Önnu Elísabet Ólafsdóttur kærlega fyrir áhugaverða og gagnlega kynningu. Almenn umræða um lýðheilsu fólks, andlega líðan ungs fólks og verkefni í tengslum við líðan og forvarnir.

Stefán Daði Karelsson fór af fundi kl. 18.43.

Anna Elísabet Ólafsdóttir fór af fundi kl. 18.50.

Gestir

 • Anna Elísabet Ólafsdóttir
 • Theódóra Þorsteinsdóttir

Almenn mál

2.1811259 - Ungmennaráð Kópavogs-fræðsla

UMFERÐARÖRYGGI OKKAR MÁL! Niðurstöður málþings um ungt fólk og umferðaröryggi lagt fram og umræða.
Umræða um hvernig sé best að koma ábendingum áleiðis um umferðaröryggi, bæta lýsingu á stígum og auka fræðslu um umferðaröryggi sérstaklega fyrir ungt fólk. Aðgreina betur hjóla- og göngustíga og fjölga hjólastígum.

Viktoría Georgsdóttir fór af fundi kl. 19.00.

Almenn mál

3.1901117 - Ungmennaráð 2019

Ákveða dagsetningu fyrir opinn fund ungmennaráðs.

Fulltrúar ungmennaráðs kjósa um hvort tengiliðir bæjarstjórnar við ungmennaráð fái fundarboð á alla formlega fundi ungmennaráðs.
Ákveðið að halda opinn fund ungmennaráðs miðvikudaginn 13.mars 2019 og ræða undirbúning á næsta fundi ungmennaráðs. Starfsmanni ungmennaráðs falið að athuga með staðsetningu fyrir fundinn í samráði við ráðið.

Ákveðið að fresta kosningu um hvort tengiliðir bæjarstjórnar við ungmennaráð fái fundarboð á alla formlega fundi ráðsins fram á næsta fund.

Næsti fundur ungmennaráðs verður haldinn 11.febrúar 2019.

Fundi slitið - kl. 19:32.