Ungmennaráð

9. fundur 11. mars 2019 kl. 18:03 - 19:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Davíð Fannar Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Katrín Rós Þrastardóttir aðalfulltrúi
  • Unnur María Agnarsdóttir aðalfulltrúi
  • Guðríður María Guðmundsdóttir aðalfulltrúi
  • Sana Salah Karim aðalfulltrúi
  • Sóley Þórarinsdóttir aðalfulltrúi
  • Viktoría Georgsdóttir aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Ernir Ragnarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri ítk
Fundargerð ritaði: Amanda K. Ólafsdóttir Deildarstjóri frístundadeildar.
Dagskrá

Almenn mál

1.18061090 - Vinnuskólinn, spurningalisti.

Svavar Ólafur Pétursson verkefnastjóri gatnadeildar og Vinnuskóla Kópavogs. Umræða um skýrslu Umboðsmanns barna um vinnuskóla.
Ungmennaráð Kópavogs þakkar Svavari Ólafi Péturssyni fyrir áhugaverða kynningu og umræður um skýrslu Umboðsmanna barna um vinnuskóla.

Ræddar hugmyndir að fræðslu fyrir 8.bekk í vinnuskólanum. Meðal annars rætt að auka fræðslu um réttindi ungs fólks á vinnumarkaðnum ásamt því að fræða um gerð ferilskrá, yfirferð launaseðla og rafrænan persónuafslátt.

Almenn mál

2.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Anna Elísabet Ólafsdóttir sérfræðingur lýðheilsumála hjá Kópavogsbæ og verkefnastjóri verkefnastýrihóps vegna innleiðingar á barnasáttmálanum. Umræða um hálfdagsnámskeið 7.mars fyrir ungmennaráð og annað í tengslum við innleiðingu á barnasáttmálanum. Ræða hugmyndir af uppákomum vegna 30 ára afmæli Barnasáttmálans þann 20.nóvember n.k.
Anna Elíabet Ólafsdóttir forfallast vegna veikinda.

Starfsmaður ungmennaráðs kynnir fyrir hönd Önnu Elísabetar Ólafsdóttur hugarkort, listaðar hugmyndir sem hægt væri að vinna með 20.nóvember n.k. á 30 ára afmæli Barnasáttmálans. Starfsmaður ungmennaráðs kemur hugmyndum frá ungmennaráðinu áleiðis til verkefnastjóra verkefnastýrihóps vegna innleiðingu á barnasáttmálanum.

Almenn ánægja með hálfsdagsnámskeið UNICEF fyrir ungmennaráðið þann 7.mars s.l. í tengslum við Barnasáttmálann.

Almenn mál

3.1902046 - Ungmennaþing_Ungmennaráð Kópavogs 2019

Áframhaldandi undirbúningur og umræða vegna ungmennaþings Ungmennaráð Kópavogs þann 18.mars n.k.
Sana Salah Karim fór af fundi kl. 19.03.

Umræður um undirbúning og fyrirkomulag ungmennaþings Ungmennaráð Kópavogs sem haldið verður 18.mars n.k.

Fundi slitið - kl. 19:15.