Ungmennaráð

14. fundur 22. janúar 2020 kl. 18:00 - 20:04 í Vatnsendaskóla
Fundinn sátu:
  • Katrín Rós Þrastardóttir aðalfulltrúi
  • Unnur María Agnarsdóttir aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Ernir Ragnarsson aðalfulltrúi
  • Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir aðalfulltrúi
  • Hilmar Karlsson aðalfulltrúi
  • Oskar Einar Bukowski aðalfulltrúi
  • Sigríður Lára Ingibjörnsdóttir aðalfulltrúi
  • Hrefna Tryggvadóttir aðalfulltrúi
  • Katla Kristinsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Steinar Már Unnarsson starfsmaður menntasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Már Unnarsson Starfsmaður Ungmennaráðs Kópavogs.
Dagskrá

Almenn mál

1.1910441 - Ungmennaráð-Heimsmarkmið

Auður Finnbogadóttir verkefnastjóri stefnumótunar kynnir stöðu innleiðingar stefnu og Heimsmarkmiðanna. María Kristín Gylfadóttir verkefnastjóri á menntasviði ræðir samvinnu og aðkomu ungmennaráðs að kortlagningu/innleiðingu Heimsmarkmiðana.
Ungmennaráð lítur á innleiðingar stefnu og Heimsmarkmiðin jákvæðum augum og sömuleiðis samvinnu og aðkomu ungmennaráðs varðandi innleiðinguna Heimsmarkmiðanna.

Hilmar Karlsson, Oskar Einar Bukowski og Gunnlaugur Ernir Ragnarsson koma inn á fund kl. 18:15.
Katrín Rós Þrastardóttir kom inn á fund kl. 18:26.

Almenn mál

2.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Anna Elísabet Ólafsdóttir sérfræðingur í lýðheilsumálum óskar eftir umræðu um aðgerðaráætlun Barnasáttmálans og umsagnir henni tengdu.
Mikilvægt að horfa til aukinnar réttindafræðslu til barna í tengslum við innleiðingu Barnasáttmálans, sem og fræðslu til foreldra barna sem hafa annað móðurmál en íslensku er varðar Barnasáttmálann.

Almenn mál

3.2001313 - Ungmennaþing_Ungmennaráð 2020

Ungmennaráð ræðir tillögur að fyrirkomulagi og vinnufundi í tengslum við ungmennaþing sem haldið verður í mars 2020.
Stefnt að vinnufundi 7.febrúar nk. í tengslum við undirbúning á ungmennaþingi ungmennaráðs.

Hrefna Tryggvadóttir fer af fundi kl. 19:30.

Fundi slitið - kl. 20:04.