Ungmennaráð

15. fundur 24. febrúar 2020 kl. 18:02 - 19:12 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
 • Katrín Rós Þrastardóttir aðalfulltrúi
 • Unnur María Agnarsdóttir aðalfulltrúi
 • Gunnlaugur Ernir Ragnarsson aðalfulltrúi
 • Ragnheiður María Stefánsdóttir aðalfulltrúi
 • Hilmar Karlsson aðalfulltrúi
 • Oskar Einar Bukowski aðalfulltrúi
 • Hrefna Tryggvadóttir aðalfulltrúi
 • Mikael Ingi Knútsson aðalfulltrúi
 • Haukur Þór Valdimarsson aðalfulltrúi
 • Katla Kristinsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
 • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri ítk
Fundargerð ritaði: Amanda K. Ólafsdóttir Deildarstjóri frístundadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1811259 - Ungmennaráð Kópavogs-fræðsla_ráðstefnur

Ungt fólk og lýðræði. Ungmennaráðstefna á vegum UMFÍ 1.-.3 apríl á Laugarvatni.
Ungmennaráðstefna á vegum UMFÍ kynnt fyrir ungmennaráði og óskað eftir þátttöku frá fulltrúum í ráðinu fyrir 20.mars nk.

Almenn mál

2.2001313 - Ungmennaþing_Ungmennaráð 2020

Undirbúningur og fyrirkomulag ungmennaþings 2020.
Fyrirkomulag og dagsetningar varðandi ungmennaþingið ákveðið. Hugmynd um að halda ungmennaþing 23.mars í Molanum fyrir 16-25 ára og síðan aftur 25.mars í félagsmiðstöðinni Þebu fyrir 13-15 ára.

Stefnt að vinnufundi í næstu viku til að halda áfram að vinna að undirbúningi ungmennaþingsins.

Rætt um að hafa kaffihúsaspjall við bæjarfulltrúa að loknu ungmennaþingi. Starfsmaður ráðsins kannar það.

Haukur Þór Valdimarsson kom inn á fund kl. 18:50.

Fundi slitið - kl. 19:12.