Ungmennaráð

21. fundur 14. desember 2020 kl. 18:02 - 19:17 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Katrín Rós Þrastardóttir aðalfulltrúi
  • Unnur María Agnarsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigríður Lára Ingibjörnsdóttir aðalfulltrúi
  • Katla Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Stefanía Margrét Ágústsdóttir aðalfulltrúi
  • Hugrún Þorbjarnardóttir aðalfulltrúi
  • Karen Lind Stefánsdóttir aðalfulltrúi
  • Haillee Jo Lucio aðalfulltrúi
  • Stella Bergrán Snorradóttir aðalfulltrúi
  • Magnús Snær Hallgrímsson aðalfulltrúi
  • Katrín Ýr Erlingsdóttir aðalfulltrúi
  • Gunnar Hugi Halldórsson aðalfulltrúi
  • Hrafnhildur Davíðsdóttir aðalfulltrúi
  • Tóbías Dagur Úlfsson aðalfulltrúi
  • Halla Margrét Hilmarsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri ítk
Fundargerð ritaði: Amanda K. Ólafsdóttir Deildarstjóri frístundadeildar.
Dagskrá

Almenn mál

1.2011123 - Reglur Kópavogsbæjar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra.

Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri á velferðarsviði kynnir drög að nýjum reglum Kópavogsbæjar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra.
Ungmennaráð þakkar fyrir góða kynningu. Ungmennaráð lítur jákvæðum augum á drög að nýjum reglum Kópavogsbæjar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra til að koma enn betur til móts við þarfir barna og fjölskyldna með auknum möguleikum á snemmtækum stuðningi.

Gestir

  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir

Almenn mál

2.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Verkefnastjóri innleiðingar Barnasáttmálans í Kópavogi óskar eftir að heyra álit ungmennaráðs á því hvernig gengið hefur í vinnu við innleiðingu Barnasáttmálans og skýrt er frá í drögum að lokaskýrslu.
Ungmennaráð fagnar þeirri góðri vinnu og samstarfi sem liggur á bakvið innleiðingu Barnasáttmálans í Kópavogi. Unnið hafi verið vel að aðgerð 3 og 4, að leita markvisst eftir viðhorfum barna og ungmenna og með uppsetningu tilkynningahnapps til barnaverndar á heimasíðu bæjarins og spjaldtölvum nemenda í 5.-10.bekk.

Almenn mál

3.2009837 - Ungmennaráð Kópavogs 2020-2021

Fundaráætlun ungmennaráðs uppfærð og lögð fram til upplýsinga.
Lagt fram.

Almenn mál

4.1509226 - Frístundadeild-Félagsmiðstöðvar barna- og unglinga.

Almenn umræða-félagsmiðstöðvaopnanir.
Ákveðið að fresta umræðu til næsta fundar ungmennaráðs.

Næsti fundur haldinn 20.janúar 2021.

Fundi slitið - kl. 19:17.