Ungmennaráð

29. fundur 23. febrúar 2022 kl. 18:10 - 19:35 í Molanum ungmennahúsi Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Aldís Inga Hrannarsdóttir aðalfulltrúi
  • Bartosz Borecki aðalfulltrúi
  • Birgir Gauti Kristjánsson aðalfulltrúi
  • Brynjar Hugi Karlsson Eriksen aðalfulltrúi
  • Eygló María Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Katla Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Hugrún Þorbjarnardóttir aðalfulltrúi
  • Karen Lind Stefánsdóttir aðalfulltrúi
  • Magnús Snær Hallgrímsson aðalfulltrúi
  • Lúkas Leonardo Passaro aðalfulltrúi
  • Katrín Ýr Erlingsdóttir aðalfulltrúi
  • Gunnar Hugi Halldórsson aðalfulltrúi
  • Tóbías Dagur Úlfsson aðalfulltrúi
  • Kolfinna Björt Þórðardóttir aðalfulltrúi
  • Tinna Hjördís Harðardóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri ítk
Fundargerð ritaði: Amanda K. Ólafsdóttir Deildarstjóri frístundadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2201201 - Ungmennaþing_Ungmennaráð 2022

Undirbúningur að ungmennaþingi 2022.
Umræða um skipulag og undirbúning ungmennaþings mars 2022.

Almenn mál

2.2201695 - Bæjarfulltrúi Karen Halldórsdóttir óskar eftir að fá á dagskrá endurskoðun fyrirkomulags sundkennslu í grunnskólum

Bæjarráð vísar erindi til umfjöllunar í ungmennaráði.
Ungmennaráð leggur til að grunnskólar Kópavogs skoði kynjaskiptingu í sundkennslu á unglingastigi, en á sama tíma komi til móts við þá sem skilgreina sig kynsegin, t.d. með aðgengi að sérklefum. Grunnskólar séu einnig hvattir til að gefa nemendum tækifæri á að ljúka hæfniviðmiðum í sundi fyrr og skoðað verði að bjóða upp á sund sem valgrein á unglingastigi.


Fundi slitið - kl. 19:35.