Velferðar- og mannréttindaráð

8. fundur 08. september 2025 kl. 16:15 - 18:29 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Svava Halldóra Friðgeirsdóttir aðalmaður
  • Matthías Björnsson aðalmaður
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Helga Jónsdóttir , sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson, aðalmaður boðaði forföll og Soumia I. Georgsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Erlendur H. Geirdal, aðalmaður boðaði forföll og Anna Klara Georgsdóttir vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir starfsmaður velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir skrifstofustjóri velferðarsviðs
Dagskrá

Almenn erindi

1.24111895 - Fyrirspurn varðandi atvinnuþátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu hjá stofnunum bæjarins

Mannauðsstjóri kynnir framgang aðgerða er snúa að atvinnuþátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu hjá stofnunum Kópavogs.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir kynninguna.

Gestir

  • Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, mannauðsstjóri - mæting: 16:15

Jafnréttis- og mannréttindamál

2.25012195 - Jafnréttis- og mannréttindamál í Kópavogi

Sagt frá stöðu jafnréttis- og mannréttindamála í Kópavogi.
Formaður velferðar- og mannréttindaráðs segir frá stöðu mála hvað varðar vinnu við gerð jafnréttisáætlunar Kópavogsbæjar. Á næsta fundi ráðsins munu liggja fyrir drög að aðgerðaáætlun til kynningar og umræðu.

Skrifstofa Barnaverndarþjónustu

3.2509566 - Kynning á skrifstofu barnaverndarþjónustu

Skrifstofustjóri kynnir starfsemi og skipulag barnaverndarþjónustu Kópavogsbæjar.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir góða kynningu.

Gestir

  • Dagbjört Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:40

Önnur mál

4.2509095 - Reglur um notendasamninga

Lögð fram til kynningar drög að nýjum reglum Kópavogsbæjar um notendasamninga ásamt minnisblaði skrifstofustjóra dags. 2.9.2025.
Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögum að nýjum reglum um notendasamninga til umsagnar í notendaráði í málefnum fatlaðs fólks og öldungaráði ásamt framkomnum athugasemdum.

Önnur mál

5.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðar- og mannréttindaráðs.

Fundi slitið - kl. 18:29.