Velferðar- og mannréttindaráð

9. fundur 13. október 2025 kl. 16:15 - 18:05 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Sigrún Bjarnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Svava Halldóra Friðgeirsdóttir aðalmaður
  • Matthías Björnsson, aðalmaður boðaði forföll og Signý Sigurrós Skúladóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir starfsmaður velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir Skrifstofustjóri
Dagskrá

Skrifstofa Félagslegs húsnæðis

1.2510041 - Félagsleg leiguíbúð. Áfrýjun

Áfrýjun dags. 30.09.2025, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:15

Skrifstofa Félagslegs húsnæðis

2.25092616 - Félagsleg leiguíbúð. Áfrýjun

Áfrýjun dags. 21.09.2025, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.
Rannveig Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 16:25.

Gestir

  • Rannveig Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:15

Skrifstofa Barnaverndarþjónustu

3.2507829 - Miðlægt bráða- og viðbragðsteymi

Sérfræðingur farsældarsviðs Barna- og fjölskyldustofu kynnir miðlægt bráða- og viðbragðsteymi vegna ofbeldis meðal barna sem er samvinnuverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, Barna- og fjölskyldustofu og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir góða kynningu.
Margrét Edda Yngvadóttir vék af fundi kl. 16.55.

Gestir

  • Margrét Edda Yngvadóttir, sérfræðingur - mæting: 16:25
  • Dagbjört Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:25

Skrifstofa Barnaverndarþjónustu

4.2509566 - Kynning á skrifstofu barnaverndarþjónustu

Skrifstofustjóri barnaverndarþjónustu kynnir stöðu mála á bakvakt barnaverndarþjónustu og í málefnum barna með fjölþættan vanda.
Velferðar- og mannréttindaráð Kópavogsbæjar lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem er uppi þegar kemur að þjónustu við börn og ungmenni sem þurfa á meðferðarúrræðum að halda hvort heldur sem er vegna fjölþætts vanda eða meðferðarúrræði vegna fíknivanda.
Dagbjört Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 17.25.

Gestir

  • Dagbjört Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:25

Almenn erindi

5.2509095 - Reglur um notendasamninga

Lögð fram til afgreiðlsu drög að nýjum reglum Kópavogsbæjar um notendasamninga.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögum að nýjum reglum um notendasamninga til afgreiðslu bæjarráðs og staðfestingar bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.25012003 - Styrkir velferðar- og mannréttindaráðs Kópavogs

Lögð fram til kynningar drög að auglýsingu ásamt tillögu að umsóknarfresti vegna styrkja velferðar- og mannréttindaráðs á árinu 2025.
Lagt fram.

Almenn erindi

7.2302384 - Tölulegar upplýsingar velferðarsviðs

Lagðar fram til kynningar tölulegar upplýsingar um starfsemi velferðarsviðs maí til ágúst 2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2509022F - Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 22. fundur frá 06.10.2025

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2509027F - Öldungaráð - 29. fundur frá 09.10.2025

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál

10.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðar- og mannréttindaráðs.

Fundi slitið - kl. 18:05.