Velferðar- og mannréttindaráð

12. fundur 08. desember 2025 kl. 16:15 - 19:09 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Sigrún Bjarnadóttir varaformaður
  • Svava Halldóra Friðgeirsdóttir aðalmaður
  • Matthías Björnsson aðalmaður
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Helga G. Halldórsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir starfsmaður velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigrún Þórarinsdóttir sviðstjóri velferðarsviðs
Dagskrá

Skrifstofa Félagslegs húsnæðis

1.2512504 - Félagsleg leiguíbúð. Áfrýjun

Áfrýjun dags. 02.12.2025, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Auður Birgisdóttir, lögmaður - mæting: 16:15
  • Rannveig Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:15

Skrifstofa Félagslegs húsnæðis

2.25112105 - Félagsleg leiguíbúð. Áfrýjun

Mál tekið inn með afbrigðum. Áfrýjun dags 17.11.2925, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:15
  • Auður Birgisdóttir, lögmaður - mæting: 16:15

Skrifstofa Ráðgjafar

3.25112734 - Fjárhagsaðstoð. Áfrýjun

Áfrýjun dags. 25.11.2025, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Auður Birgisdóttir, lögmaður - mæting: 16:15
  • Þóra Kemp, skrifstofustjóri - mæting: 16:38

Skrifstofa Ráðgjafar

4.23032023 - Samræmd móttaka flóttafólks

Lagður fram til afgreiðslu viðauki við samning um samræmda móttöku vegna ársins 2026.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrir sitt leyti að ritað verði undir viðauka III við núgildandi samning um móttöku flóttafólks. Málinu vísað áfram til afgreiðslu bæjarráðs og staðfestingar bæjarstjórnar.

Gestir

  • Þóra Kemp, skrifstofustjóri - mæting: 16:38
  • Auður Birgisdóttir, lögmaður - mæting: 16:15

Skrifstofa Barnaverndarþjónustu

5.2406739 - Frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitsstofnunar

Niðurstöður frumkvæðisathugunar lagðar fram til kynningar.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir kynninguna og óskar eftir minnisblaði þar sem viðbrögð velferðarsviðs við niðurstöðum frumkvæðisathugunnar eru tekin saman. Ráðið hvetur sviðsstjóra velferðarsviðs til að óska eftir samtali við Gæða- og eftirlitsstofnun.

Gestir

  • Auður Birgisdóttir, lögmaður - mæting: 16:15
  • Dagbjört Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:48
  • Þóra Kemp, skrifstofustjóri - mæting: 16:38

Önnur mál

6.2204193 - Reglur Kópavogsbæjar um stuðnings- og stoðþjónustu

Lögð fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð gjaldskrá vegna stuðningsþjónustu í formi heimastuðnings.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir uppfærða gjaldskrá vegna stuðningsþjónustu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og staðfestingar bæjarstjórnar.

Gestir

  • Hlín Sigurþórsdóttir, verkefnastjóri - mæting: 17:52

Önnur mál

7.24102666 - Beiðni um styrk fyrir rekstur Stígamóta 2025

Frá Stígamótum, dags. 30.10.2024, lögð fram umsókn um styrk.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir að veita Stígamótum styrk að upphæð kr. 700.000.- fyrir árið 2025 gegn framvísun ársreiknings.

Gestir

  • Hlín Sigurþórsdóttir, verkefnastjóri

Önnur mál

8.2512710 - Úthlutun styrkja velferðar- og mannréttindaráðs

Lagðar fram til afgreiðslu styrkbeiðnir sem borist hafa velferðar- og mannréttindaráði vegna ársins 2026.
Velferðar- og mannréttindaráði bárust tuttugu og tvær styrkbeiðnir vegna ársins 2026.

Samþykkt að veita eftirfarandi umsækjendum styrki:

Karlar í skúrum - 500.000 kr.

Soroptimistaklúbbur Kópavogs - 200.000 kr.

Afstaða - réttindafélag - 200.000 kr.

Skjólið - Hjálparstarf kirkjunnar - 300.000 kr.

Samtök um kvennaathvarf - 1.000.000 kr.

Bergið headspace - 500.000 kr.

ADHD samtökin - 100.000 kr.

Stígamót - 1.000.000 kr.

Bjarkarhlíð - 500.000 kr.

Matthildur - samtök um skaðaminnkun - 500.000 kr.

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi - 200.000 kr.

Gestir

  • Hlín Sigurþórsdóttir, verkefnastjóri

Önnur mál

9.2212314 - Fundaröð velferðar- og mannréttindaráðs

Tillaga að fundaröð velferðar- og mannréttindaráðs vegna ársins 2026 lögð fram til afgreiðslu.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir framlagða tillögu að fundaröð velferðarráðs fyrir árið 2026.

Önnur mál

10.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðar- og mannréttindaráðs.

Fundi slitið - kl. 19:09.