Velferðarráð

3. fundur 13. febrúar 2017 kl. 16:15 - 18:36 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Helga Sigrún Harðardóttir aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson varaformaður
  • Arnþór Sigurðsson aðalmaður
  • Þráinn Hallgrímsson varamaður
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir starfsmaður velferðarsviðs
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

1.1701174 - Teymisfundir 4-6

Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Guðmundur G. Geirdal mætti til fundar kl.16:30.

2.1509850 - Fjárhagsaðstoð og félagsleg ráðgjöf. Stöðuskýrslur

Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.1610052 - Stjórnsýslukæra nr. 366/2016 vegna synjunar á fjárhagsaðstoð

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.1702226 - Félagsleg leiguíbúð. Áfrýjun

Fært í trúnaðarbók.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1701751 - Umsagnarmál - Stuðningsfjölskylda

Velferðarráð samþykkti að veita leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

6.1410282 - Óskað eftir samstarfssamningi við Kópavogsbæ

Lagt var fram erindi Specialisterne þar sem óskað er eftir samstarfi við Kópavogsbæ.
Afgreiðslu erindisins var frestað.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

7.904122 - Gjaldskrá heimaþjónustu

Velferðarráð samþykkti nýja gjaldskrá fyrir sitt leyti.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

8.1612374 - Veittir styrkir 2014-2016

Á fundi félagsmálaráðs þann 5. desember 2016 var óskað eftir upplýsingum um styrkveitingar jafnréttis- og mannréttindaráðs
Lagt fram.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

9.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 15. nóvember, lögð fram drög að lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar ásamt drögum að greiningarskýrslu og aðgerðaráætlun.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagna fastra nefnda bæjarins.
Afgreiðslu frestað.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

10.1006494 - Kópavogsbær - Kópavogshæli

Sverrir Óskarsson óskaði eftir umræðu um einstaklinga sem enn búa á Kópavogsbraut 5 og hafa frá árinu 2013 fengið þjónustu frá Ás styrktarfélagi með samningi við Landspítalann.

Velferðarráð lagði fram eftirfarandi bókun: "Til að tryggja öryggi og velferð í lífi þeirra einstaklinga sem enn eru í þjónustu Landspítalans er óskað er eftir því að Kópavogsbær hefji viðræður við Velferðarráðuneytið um að taka yfir þjónustuna. Ráðuneytið er hvatt til að tryggja stofnframlag og rekstur til að bjóða aðstöðu fyrir þessa einstaklinga, í samræmi við yfirfærslu málefna fatlaðra sem átti sér stað árið 2011.

Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 18:36.