Velferðarráð

4. fundur 27. febrúar 2017 kl. 16:15 - 18:38 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Helga Sigrún Harðardóttir aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson varaformaður
  • Arnþór Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir starfsmaður velferðarsviðs
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustudeildar aldraðra
Dagskrá

1.1701174 - Teymisfundir 7 og 8

Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessuð lið.

2.1411232 - Áfrýjun á synjun um aukningu á stuðningsþjónustu

Fært í trúnaðarbók.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Sverrir Óskarsson kom til fundar kl. 16:53.

3.1302475 - Umsókn um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda.

Velferðarráð samþykkti umsókn um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda.
Fært í trúnaðarbók.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.1702517 - Umsókn um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda

Velferðarráð samþykkti umsókn um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda.
Fært í trúnaðarbók.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1612081 - Ferðaþjónusta fatlaðra. Nýr rekstraraðili

Greint frá stöðu mála
Lagt fram.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

6.1410282 - Specialisterne á Íslandi

Óskað eftir samstarfssamningi við Kópavogsbæ
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að gengið verði til samninga við Specialisterne í samræmi við tillögu starfsmanna velferðarsviðs og vísar afgreiðslu málsins til bæjarráðs.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Kristín Sævarsdóttir mætti til fundar kl.17:10.

7.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir lýðheilsufræðingur og verkefnisstjóri kynnti lýðheilsustefnu bæjarins.
Ritara velferðarráðs var falið að safna saman hugmyndum ráðsmanna að verkefnum í aðgerðaráætlun fyrir næsta fund ráðsins.
Ragnheiður S. Dagsdóttir vék af fundi kl.17:45.

8.1702627 - Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð 2017

Breyting á 25. grein; greiðsla sérfræðiaðstoðar
Velferðarráð samþykkti framlagða breytingartillögu, með áorðnum breytingum, fyrir sitt leyti.

9.1610154 - Áætlun um stofnun búsetuúrræðis á Nýbýlavegi 30

Óskað var eftir því að tveir fulltrúar velferðarráðs tækju þátt í undirbúningshópi vegna opnunar úrræðis á Nýbýlavegi. Tilnefndir voru Guðmundur G. Geirdal og Arnþór Sigurðsson.

10.1701771 - Fundargerðir barnaverndarnefndar

Fundargerð lögð fram til upplýsingar
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:38.