Velferðarráð

10. fundur 22. maí 2017 kl. 16:15 - 17:51 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Helga Sigrún Harðardóttir aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson varaformaður
  • Arnþór Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir starfsmaður velferðarsviðs
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Almenn erindi

1.1405433 - Aðgerðaáætlun Kópavogsbæjar gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum

Kristín I. Pálsdóttir kynnti úttekt RIKK sem gerð var á átaki gegn heimilisofbeldi.

Velferðarráð samþykkti samhljóða eftirfarandi bókun:
"Velferðarráð fagnar niðurstöðum í úttekt RIKK á verkefninu Saman gegn ofbeldi. Úttektin sýnir að mikil þörf var á verkefninu og að meginmarkmið þess hafi náðst; að bæta öryggi barna sem búa við heimilisofbeldi og þá þjónustu sem er við þau. Ekki aðeins er um fyrirbyggjandi aðgerðir að ræða, heldur er mikilvægt að hafa í huga þá víðsjárverðu aðstöðu sem börn búa við þar sem heimilisofbeldi er til staðar. Þá er þjónusta við fullorðna þolendur heimilisofbeldis einnig betri eftir að verkefnið fór af stað.
Úttektin sýnir að starfsmenn velferðarsviðs hafa lagt sig fram um að svara þörfum þeirra sem búa við heimilisofbeldi með mjög góðum árangri þrátt fyrir það aukna álag sem átakinu hefur fylgt.
Í ljósi mikilvægis þess að áfram verði unnið að verkefninu Saman gegn ofbeldi leggur velferðarráð áherslu á að velferðarsviði verði gert kleift að halda þessu þýðingarmikla starfi áfram."

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.1701174 - Teymisfundir 19 og 20

Lagt fram til upplýsingar.

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.17051160 - Félagsleg leiguíbúð. Áfrýjun

Fært í trúnaðarbók.

Þjónustudeild fatlaðra

4.17051183 - Stuðningsþjónusta - kostnaðaryfirlit 2017

Lagt var fram yfirlit yfir stuðningsþjónustu við fatlað fólk fyrstu fjóra mánuði ársins.

Rekstrardeild

5.1609818 - Velferðarsvið. Milliuppgjör.

Lagt var fram 4 mánaða uppgjör velferðarsviðs.

Önnur mál

6.1612466 - Fundir samráðshóps SSH um velferðarmál

Fundargerð lögð fram til upplýsingar.

Önnur mál

7.1705913 - Tillaga um að gerð verði könnun á meðal notenda og aðstandenda ferðaþjónustu fatlaðra

Lögð var fram bókun bæjarráðs frá 18. maí sl. frá Pétri Hrafni Sigurðssyni; tillaga um að gerð verði könnun meðal notenda og aðstandenda ferðaþjónustu fatlaðra. Bæjarráð vísaði erindinu til velferðarráðs.

Sviðsstjóri velferðarsviðs upplýsti velferðarráð um að fyrir liggi ákvörðun um að leggja þjónustukönnun fyrir notendur ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra. Sú könnun verður framkvæmd af velferðarsviði næstkomandi haust.

Fundi slitið - kl. 17:51.