Velferðarráð

13. fundur 14. ágúst 2017 kl. 16:15 - 17:50 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
 • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
 • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalmaður
 • Helga Sigrún Harðardóttir aðalmaður
 • Sverrir Óskarsson varaformaður
 • Arnþór Sigurðsson aðalmaður
 • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir lögfræðingur
Starfsmenn
 • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
 • Rannveig María Þorsteinsdóttir yfirmaður ráðgjafa- og íbúðadeildar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir lögfræðingur
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.1701174 - Teymisfundir 2017

Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri ráðgjafa og íbúðadeildar - mæting: 16:25

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.1610154 - Áætlun um stofnun búsetuúrræðis á Nýbýlavegi 30

Velferðarráð samþykkir tillögu formanns ráðsins um að hafin verði undirbúningur útboðs skv. tillögu starfsmanna með fjórum atkvæðum, Sverris Óskarssonar, Ragnheiðar Dagsdóttur, Helgu Sigrúnar Harðardóttur og Gunnsteins Sigurðssonar.

Arnþór Sigurðsson situr hjá og leggur fram eftirfarandi bókun: ,,Það er mín skoðun að Kópavogsbær eigi að reka úrræði að þessu tagi."

Ólöf Pálína Úlfarsdóttir lýsir yfir að hún styðji framlagða tillögu.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri ráðgjafa og íbúðadeildar - mæting: 16:40

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.1707098 - Samningur um þjónustu Hugarafls

Velferðarráð felur sviðstjóra velferðarsviðs að ganga frá samningi við Hugarafl enda rúmast hann innan fjárhagsáætlunar.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri ráðgjafa og íbúðadeildar - mæting: 17:10

Ráðgjafa og íbúðadeild

4.17051431 - Úthlutunarhópur um leiguhúsnæði 2017

Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri ráðgjafa og íbúðadeildar - mæting: 17:35

Rekstrardeild

5.1610412 - Sérstakur húsnæðisstuðningur

Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Atli Sturluson, deildarstjóri rekstrardeildar - mæting: 16:15

Fundi slitið - kl. 17:50.