Velferðarráð

24. fundur 26. febrúar 2018 kl. 16:15 - 18:33 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Helga Sigrún Harðardóttir aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson varaformaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Signý Þórðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigríður Sigurjónsdóttir verkefnastjóri
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Sigríður Sigurjónsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá

Almenn erindi

1.1710524 - Kynning á innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar

Fram fór kynning á innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar. Velferðarráð þakkar Salvöru Þórisdóttur lögfræðingi hjá Kópavogsbæ góða kynningu á stöðu þessara mála hjá bænum.

Gestir

  • Salvör Þórisdóttir - mæting: 16:15

Almenn erindi

2.1710524 - Fátækt og börn

Fram fór kynning á stöðu barna á Íslandi sem búa við fátækt. Velferðarráð þakkar Vilborgu Oddsdóttur félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir upplýsta og góða kynningu.

Gestir

  • Vilborg Oddsdóttir - mæting: 16:34

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.1801140 - Teymisfundir 2018

Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir - mæting: 17:22

Ráðgjafa og íbúðadeild

4.1802188 - Úthlutunarhópur um leiguhúsnæði 2018

Lagt fram. Kristín Sævarsdóttir kom með fyrirspurn um hverjar reglur Kópavogsbæjar eru varðandi gæludýr í félagslegu húsnæði.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir - mæting: 17:27

Þjónustudeild fatlaðra

5.1712958 - Lögblindir - leigubílaakstur

Velferðarráð fagnar drögum að þjónustusamningi Blindrafélagsins að akstri fyrir lögblinda og samþykkir hann fyrir sitt leyti.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir - mæting: 17:34

Þjónustudeild fatlaðra

6.1410400 - Málefni fatlaðra- umsagnarmál

Velferðarráð samþykkir umsókn um endurnýjun á leyfi stuðningsfjölskyldu. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir og Sverrir Óskarsson fagna því að Kópavogsbær endurmetur umsóknir um leyfi stuðningsfjölskyldna á þriggja ára fresti.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir - mæting: 17:50

Þjónustudeild fatlaðra

7.1802564 - Umsagnamál - Stuðningsfjölskylda

Velferðarráð samþykkir umsókn um leyfi stuðningsfjölskyldu.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir. - mæting: 17:53

Önnur mál

8.1802570 - Eftirlit með verkferlum. Fyrirspurn til velferðarráðs frá Helgu Sigrúnu Harðardóttur

Sviðsstjóri kynnti fyrir ráðinu þær aðferðir sem notaðar eru við eftirlit með þeim verkefnum sem unnin eru á sviðinu. Velferðarráð þakkar fyrir þessar upplýsingar og vekur jafnframt athygli á nauðsyn þess að vel sé staðið að eftirliti með allri þjónustu sem veitt er á sviðinu.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir. - mæting: 17:55

Önnur mál

9.1801562 - Umsókn um rekstarstyrk til Bjarkarhlíðar fyrir árið 2018

Velferðarráð samþykkir að veita 300.000kr.styrk til Bjarkahlíðar.

Fundi slitið - kl. 18:33.