Velferðarráð

35. fundur 22. október 2018 kl. 16:15 - 16:57 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Guðmundur Gísli Geirdal formaður
 • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Sigurborg Viggósdóttir
 • Björg Baldursdóttir aðalmaður
 • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
 • Andrés Pétursson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.1801140 - Teymisfundir 2018

Fundir 41 og 42
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.1810596 - Fyrirspurn um leigjendur félagslegra leiguíbúða

Lagt var fram svar við fyrirspurn af fundi ráðsins þann 8. október sl.

Velferðarráð þakkaði fyrir greinargóð svör.

Kristín Sævarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun: "Ég þakka fyrir greinargóð svör um samsetningu núverandi íbúa í félagslegu húsnæði. Þegar samsetning á biðlista er borin saman við samsetningu á núverandi íbúum í félagslegu húsnæði Kópavogsbæjar kemur í ljós að barnlausir einstaklingar og einstæðir foreldrar eru í brýnustu þörf fyrir félagslegar íbúðir. Ljóst er að þörf er á stórátaki í kaupum á litlum íbúðum fyrir þennan hóp."

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.1802188 - Úthlutunarhópur um leiguhúsnæði 2018

Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Þjónustudeild fatlaðra

4.1810527 - Umsagnamál - Stuðningsfjölskylda

Velferðarráð samþykkti umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:47

Þjónustudeild fatlaðra

5.1810528 - Umsagnamál - Stuðningsfjölskylda

Velferðarráð samþykkti umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:47

Þjónustudeild fatlaðra

6.1810529 - Umsagnamál - Stuðningsfjölskylda

Velferðarráð samþykkti umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:47

Önnur mál

7.1810666 - Umsókn um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins fyrir árið 2019

Velferðarráð samþykkti að styrkja Kvennaathvarfið um 1.000.000 kr árið 2019 enda rúmast það innan fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið - kl. 16:57.