Velferðarráð

39. fundur 28. janúar 2019 kl. 16:15 - 17:43 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðmundur Gísli Geirdal formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalmaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Helga María Hallgrímsdóttir varamaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.1812768 - Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð janúar 2019

Lagt fram til afgreiðslu
Velferðarráð samþykkti framlagðar tillögur um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð fyrir sitt leyti og vísaði þeim til afgreiðslu bæjarráðs.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.1812760 - Úthlutunarhópur 2019

Fundargerð 152. fundar lögð fram til kynningar
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.1901567 - Þjónustusamningur um neyðargistingu

Lagt fram til afgreiðslu
Velferðarráð samþykkti framlögð drög að samningi fyrir sitt leyti og leggur til að Kópavogsbær gangi til samstarfs við Reykjavíkurborg um rekstur neyðarathvarfs fyrir heimilislausa á meðan verið er að leita lausna á húsnæðisvanda þeirra.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Þjónustudeild fatlaðra

4.1901727 - Notendastýrð persónuleg aðstoð - NPA

Beiðni um leyfi til gerðar samnings lögð fram til afgreiðslu
Velferðarráð samþykkti gerð tímabundins samnings. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:00

Þjónustudeild fatlaðra

5.1901706 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Velferðarráð samþykkti umsókn um leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:00

Þjónustudeild aldraðra

6.1901100 - Tillaga að breyttri gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu

Lagt fram til umræðu.
Deildarstjóra var falið að vinna hugmyndir að einföldun gjaldskrár áfram.

Þjónustudeild aldraðra

7.1710516 - Viðhorfskönnun vegna heimsends matar

Lagt fram til kynningar
Velferðarráð þakkar framlagða skýrslu.

Önnur mál

8.1901583 - Beiðni um fjárframlag til Kvennaráðgjafarinnar fyrir rekstrarárið 2019

Lagt fram til afgreiðslu
Velferðarráð samþykkti að styrkja Kvennaráðgjöfina um 170.000 krónur fyrir rekstrarárið 2019.

Ráðgjafa og íbúðadeild

9.1901096 - Teymisfundir 2019

3. og 4. fundur lagðir fram til kynningar
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Fundi slitið - kl. 17:43.