Velferðarráð

40. fundur 11. febrúar 2019 kl. 16:15 - 17:20 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Guðmundur Gísli Geirdal formaður
 • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalmaður
 • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
 • Björg Baldursdóttir aðalmaður
 • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
 • Tómas Þór Tómasson varamaður
 • Andrés Pétursson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
 • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Almenn erindi

1.1808805 - Samstarf mennta- og velferðarsviðs

Samstarfsskýrsla lögð fram til kynningar.
Fulltrúar samstarfsteymis; Ingunn Mjöll Birgisdóttir og Ragnheiður Hermannsdóttir á menntasviði og Guðlaug Ósk Gísladóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir á velferðarsviði, kynntu samstarfsverkefni sviðanna.

Velferðarráð þakkar fyrir kynningu á því samstarfi sem er á milli velferðar- og menntasviðs. Samstarfið er árangursríkt og metnaðarfullt og afar ánægjulegt að sjá hve vel sviðin vinna saman íbúum til hagsbóta.

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.1901096 - Teymisfundir 2019

Fundir 5 og 6 lagðir fram til kynningar
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:43

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.1812760 - Úthlutunarhópur 2019

Fundargerð 153. fundar lögð fram til kynningar
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:43

Þjónustudeild fatlaðra

4.1712958 - Lögblindir - leigubílaakstur

Samningur lagður fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti framlagðan samning fyrir sitt leyti og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:55

Önnur mál

5.1902285 - Fyrirspurn um framlögð gögn

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Á fundi velferðarráðs þann 27.08.2018 óskaði undirrituð eftir því að til skoðunar yrði tekið að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr gögnum teymisfunda ráðgjafa- og íbúðadeildar sem lögð eru fyrir ráðið. Óskað er eftir upplýsingum um stöðu mála."

Fundi slitið - kl. 17:20.