Velferðarráð

48. fundur 26. ágúst 2019 kl. 16:15 - 17:34 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Guðmundur Gísli Geirdal formaður
 • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
 • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
 • Björg Baldursdóttir aðalmaður
 • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
 • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
 • Andrés Pétursson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
 • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.1903535 - Teymisfundir ráðagjafa- og íbúðadeildar

Fundargerðir 25. - 33. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Elín Thelma Róbertsdóttir, félagsráðgjafi - mæting: 16:15

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.1812760 - Úthlutunarhópur 2019

Fundargerð 158. fundar lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.
Kristín Sævarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Þjónustudeild fatlaðra

3.1905591 - Teymisfundir þjónustudeildar fatlaðra

Fundargerðir 23. - 26. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:28

Þjónustudeild fatlaðra

4.1908118 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda dags. 21. júní 2019, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:28

Þjónustudeild fatlaðra

5.1908135 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda dags. 17. júlí 2019, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:28

Þjónustudeild aldraðra

6.19031122 - Teymisfundir þjónustudeildar aldraðra

Fundargerðir 22. - 26. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Önnur mál

7.1908788 - Fundargerðir öldungaráðs

Fundargerð dags. 21. ágúst 2019 í þremur liðum lögð fram til upplýsingar.
Í ljósi þess hve brýnt er að fjölga dagdvalarrýmum fyrir aldraða tekur velferðarráð undir bókun öldungaráðs þar sem hvatt er til þess að markviss greining fari fram á húsnæðiskosti í eigu bæjarins, til þess að meta möguleika á að fjölga dagdvalarrýmum.

Önnur mál

8.19081008 - Fyrirspurn varðandi þjónustusamninga

Kristin Sævarsdóttir og Donata Bukowska lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

1. Hvað eru margir NPA samningar í boði af hálfu ríkisins hvert ár?
2. Hversu margir þeirra eru nýir?
3. Hversu margir standa íbúum Kópavogs til boða?
4. Hvað eru margir samningar í Kópavogi virkir í dag? Hversu stórir eru þeir? Óskað er eftir yfirliti yfir tímafjölda hvers og eins.
5. Hversu margar umsóknir liggja fyrir um NPA hjá Kópavogsbæ? Hvar eru þær staddar í ferlinu?
6. Hversu mörgum umsóknum hefur verið hafnað undanfarið ár?
7. Hversu mörgum niðurstöðum hefur verið áfrýjað eða kært til kærunefndar til Úrskurðarnefndar velferðarmála?
8. Hver er staðan í samningaviðræðum Kópavogs við velferðarráðuneytið um NPA?
9. Hvernig er mati á þörf á NPA háttað af hálfu Kópavogsbæjar?

Að auki óskar velferðarráð eftir sambærilegu yfirliti yfir þjónustu sem veitt er á grundvelli annarra þjónustusamninga við fatlað fólk; umfang þjónustunnar, fjöldi tíma, þróun síðustu ára og yfirlit yfir umsóknir sem synjað hefur verið.

Fundi slitið - kl. 17:34.