Velferðarráð

51. fundur 14. október 2019 kl. 16:24 - 19:18 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Guðmundur Gísli Geirdal formaður
 • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
 • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
 • Björg Baldursdóttir aðalmaður
 • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson varamaður
 • Andrés Pétursson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
 • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

Almenn erindi

1.1707098 - Samningar um þjónustu Hugarafls

Fulltrúar Hugarafls kynntu starfsemi félagsins í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum.
Velferðarráð þakkar fyrir upplýsandi kynningu og fagnar þeim góða árangri sem samstarf velferðarsviðs og Hugarafls hefur skilað.

Gestir

 • Fulltrúar Hugarafls: Guðfinna, Katrín og Örn - mæting: 16:24
 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:24

Almenn erindi

2.1811071 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2018-2022

Drög að jafnréttis- og mannréttindaáætlun sem og aðgerðarlisti lögð fram til umsagnar.
Afgreiðslu frestað.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:24

Almenn erindi

3.1512057 - Samgöngustefna Kópavogsbæjar

Drög að samgöngustefnu og erindi skipulagsstjóra dags. 16. september 2019 kynnt og lögð fram til umsagnar.
Velferðarráð þakkar fyrir greinargóða kynningu. Afgreiðslu er frestað til næsta fundar.

Gestir

 • Bjarki Valberg, umhverfisfulltrúi
 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:24

Ráðgjafa og íbúðadeild

4.1903535 - Teymisfundir 2019

36. til 40. fundir lagðir fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:24

Ráðgjafa og íbúðadeild

5.1908323 - Málefni erlendra ríkisborgara í R&Í

Greinargerð deildarstjóra dags. 1. október 2019 lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram. Velferðarráð þakkar greinargóða samantekt.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:24

Ráðgjafa og íbúðadeild

6.1812760 - Úthlutunarhópur 2019

Fundargerð 159. úthlutunarfundar lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:24

Ráðgjafa og íbúðadeild

7.1910172 - Áfrýjun. Félagsleg leiguíbúð

Áfrýjun dags. 7. október 2019 ásamt þar tilgreindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:24

Ráðgjafa og íbúðadeild

8.1712764 - Áfangaheimilið D-27

Þjónustusamningur við Samhjálp 2019-2021 lagður fram.
Velferðarráð samþykkti framlögð samningsdrög fyrir sitt leyti.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:24

Rekstrardeild

9.1909644 - Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning 2018

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 120/2019 vegna sérstaks húsnæðisstuðnings lagður fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Atli Sturluson, rekstrarstjóri - mæting: 18:58

Þjónustudeild aldraðra

10.1909359 - Erindi vegna félagsþjónustu.

Erindi frá Dögum hf. dags 12. september 2019 lagt fram til upplýsingar.
Lagt fram. Velferðarráð þakkar fyrir erindið.

Önnur mál

11.1908788 - Fundargerðir öldungaráðs

Á fundi velferðarráðs dags. 26. ágúst sl. var eftirfarandi bókun lögð fram: Í ljósi þess hve brýnt er að fjölga dagdvalarrýmum fyrir aldraða tekur velferðarráð undir bókun öldungaráðs þar sem hvatt er til þess að markviss greining fari fram á húsnæðiskosti í eigu bæjarins, til þess að meta möguleika á að fjölga dagdvalarrýmum.
Velferðarráð óskar eftir að sviðsstjóri fylgi þessu máli eftir.

Fundi slitið - kl. 19:18.