Velferðarráð

52. fundur 28. október 2019 kl. 16:15 - 17:59 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðmundur Gísli Geirdal formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Jón Finnbogason varamaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

Almenn erindi

1.1811071 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2018-2022

Lagt fram til umsagnar
Vísað til umsagnar notendaráðs fatlaðs fólks og öldungaráðs.

Almenn erindi

2.1512057 - Samgöngustefna Kópavogsbæjar

Lagt fram til umsagnar.
Vísað til umsagnar notendaráðs fatlaðs fólks.

Þjónustudeild fatlaðra

3.1905591 - Teymisfundir þjónustudeildar fatlaðra

Fundargerðir 31. - 35. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:52

Þjónustudeild fatlaðra

4.1910500 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda dags. 19. sept. 2019, ásamt þar til greindum fylgiskjölum. lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti umsóknina. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:52

Þjónustudeild fatlaðra

5.1901639 - Endurskoðun á reglum um NPA

Drög að reglum og greinargerð deildarstjóra dags. 28.okt. 2019 lögð fram til umræðu.
Vísað til umsagnar notendaráðs fatlaðs fólks.
Óskað er eftir kynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:52

Þjónustudeild aldraðra

6.19031122 - Teymisfundir þjónustudeildar aldraðra

Fundir 31 - 35 lagðir fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Þjónustudeild aldraðra

7.1910388 - Áfrýjun. Félagsleg heimaþjónusta

Áfrýjun dags. 14. okt 2019 ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu
Fært í trúnaðarbók.

Önnur mál

8.1910486 - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2020

Greinargerð verkefnastjóra dags, 23. október 2019, ásamt þar til greindu fylgiskjali, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita Kvennaathvarfinu 1.000.000 króna styrk á árinu 2020.

Önnur mál

9.1910463 - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2020

Greinargerð verkefnastjóra dags, 23. október 2019, ásamt þar til greindu fylgiskjali, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita Stígamótum 930.000 króna styrk á árinu 2020.
Fram kom ósk um kynningu á styrkjum Erasmus til einstaklinga sem eiga undir högg að sækja.

Fundi slitið - kl. 17:59.