Velferðarráð

57. fundur 27. janúar 2020 kl. 16:15 - 17:31 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Guðmundur Gísli Geirdal formaður
 • Karen E. Halldórsdóttir varamaður
 • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
 • Björg Baldursdóttir aðalmaður
 • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
 • Tómas Þór Tómasson varamaður
 • Andrés Pétursson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

Almenn erindi

1.2001551 - Geðheilsuteymi HH suður

Kynning á nýju geðheilsuteymi Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðsins sem sinnir skjólstæðingum 18 ára og eldri með greindan geðsjúkdóm. Teymið sinnir Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ.

Gestir

 • Ragna Kristmundsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur - mæting: 16:15
 • Íris Dögg Harðardóttir, teymisstjóri - mæting: 16:15

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.1812760 - Úthlutunarhópur 2019

Fundargerð 163. fundar lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:48

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.2001719 - Niðurstaða í máli nr. 441/2019

Úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála lagður fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:48

Þjónustudeild fatlaðra

4.1905591 - Teymisfundir þjónustudeildar fatlaðra

Fundargerðir 40, 41 og 1-3 lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:50

Þjónustudeild fatlaðra

5.1901639 - Endurskoðun á reglum um NPA

Minnisblað sviðsstjóra dags. 6. janúar 2019 lagt fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:50

Þjónustudeild fatlaðra

6.2001698 - Reglur um skammtímadvalastaði

Drög að reglum um skammtímadvalarstaði, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð vísar framlögðum regludrögum til umsagnar notendaráðs í málefnum fatlaðs fólk.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:50

Þjónustudeild fatlaðra

7.2001710 - Ferðaþjónusta samningur við Teit Jónasson ehf

Þjónustulýsing lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Velferðarráð leggur áherslu á að sett verði upp verklag varðandi eftirlit með framkvæmd og gæðum þjónustunnar sem og markvissri þjálfun starfsmanna.
Velferðarsviði er falið að finna góða leið til að tryggja slíkt, t.a.m. með því að fá til þess utanaðkomandi aðila.

Vísað til menntaráðs sem og notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks til upplýsingar.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:50

Þjónustudeild aldraðra

8.19031122 - Teymisfundir þjónustudeildar aldraðra

Fundargerðir 40 - 42 og 1 - 3 lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Þjónustudeild aldraðra

9.1812356 - Greinargerð um dagdvalar- og hjúkrunarrými

Greinargerð deildarstjóra dags. 15. janúar 2020 lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.
Vísað til öldungaráðs til upplýsingar.

Önnur mál

10.2001544 - Styrkbeiðni Bjarkarhlíð fyrir árið 2020

Greinargerð verkefnastjóra dags, 20. janúar 2020, ásamt þar til greindu fylgiskjali, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkir að styrkja Bjarkarhlíð um 325.000 kr. fyrir árið 2020.

Fundi slitið - kl. 17:31.