Velferðarráð

58. fundur 10. febrúar 2020 kl. 16:15 - 17:13 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðmundur Gísli Geirdal formaður
  • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson varamaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.2001152 - Teymisfundir 2020

Fundir 2 til 5 lagðir fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.2001712 - Úthlutunarhópur 2020

Fundargerð 164. fundar lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.1707098 - Samningar um þjónustu Hugarafls frá 2017

Greinargerð deildarstjóra, dags. 5. febrúar 2020, og tillaga að nýjum samningi við Hugarafl lagðar fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti framlagða tillögu að nýjum samningi til tveggja ára.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Þjónustudeild fatlaðra

4.2002181 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsögn dags. 23. janúar 2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti umsókn um leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Þjónustudeild aldraðra

5.2001754 - Áfrýjun. Félagsleg heimaþjónusta.

Áfrýjun dags. 20. nóvember 2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Afgreiðslu frestað.

Þjónustudeild aldraðra

6.1902587 - Roðasalir, Eftirlitsheimsókn í janúar 2019

Lokaskjöl úrbótaáætlana dags. 28. janúar 2020 lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:13.