Velferðarráð

62. fundur 27. apríl 2020 kl. 16:15 - 18:16 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Guðmundur Gísli Geirdal formaður
 • Karen E. Halldórsdóttir varamaður
 • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
 • Björg Baldursdóttir aðalmaður
 • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
 • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
 • Andrés Pétursson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
 • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

Almenn erindi

1.2003109 - Viðbrögð vegna COVID-19 á velferðarsviði

Greinargerð verkefnastjóra, dags. 22. apríl 2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir, verkefnastjóri - mæting: 16:15

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.2001152 - Teymisfundir ráðgjafa- og íbúðadeildar

Fundargerðir 10.-16. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:27

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.2001712 - Úthlutunarhópur 2020

Fundargerðir 166. og 167. funda lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:27

Ráðgjafa og íbúðadeild

4.2003746 - Áfrýjun. Félagsleg leiguíbúð

Áfrýjun dags. 27. febrúar 2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:27

Þjónustudeild fatlaðra

5.1905591 - Teymisfundir þjónustudeildar fatlaðra

Fundargerðir 12.- 16. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:45

Þjónustudeild fatlaðra

6.2002488 - NPA - stöðumat 2020

Deildarstjóri gerir grein fyrir vinnu sveitarfélaga og ráðuneytis.
Lagt fram.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:45

Þjónustudeild fatlaðra

7.2003615 - Áfrýjun vegna synjunar á stuðningsþjónustu

Kynning á niðurstöðu máls dags. 20. apríl 2020 lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.
Hlé var gert á fundi kl.17:32

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:45
Fundi var fram haldið kl.17:43

Þjónustudeild fatlaðra

8.2004436 - Áfrýjun vegna synjunar á umsókn um aðstoðarverkstjórn

Áfrýjun dags 20. apríl 2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun við 8. og 9. dagskrárlið:
"Undirrituð telur rangt að hafna umsókn um aðstoðarverkstjórn og setja þar með kvóta á mannréttindi Kópavogsbúa með langvarandi stuðningsþarfir. Með lögfestingu á NPA er skýrt kveðið á um rétt einstaklinga sem ekki geta sinnt verkstjórn sjálfir. Þeir skulu eiga rétt á aðstoð við verkstjórnina, sbr. 2. mgr. 11. gr. laga nr. 38/2018. Þá er í 15. gr. reglugerðar um NPA tekið fram að meta skuli sérstaklega kostnað vegna vinnuframlags aðstoðarverkstjórnenda, sem skuli vera sérstaklega skilgreindur og leggjast við þann heildarkostnað sem fyrr hefur verið reiknaður."

Kristín Sævarsdóttir bókaði eftirfarandi, einnig við dagskrárliði 8 og 9: "Lagalegar og fjárhagslegar forsendur fyrir NPA eru óljósar og illa unnar af hálfu félagsmálaráðuneytisins og er ljóst að aukið fjármagn þarf frá ríkinu til að sveitarfélög geti staðið við lögbundnar skyldur sínar." Undir bókunina tóku Andrés Pétursson, Donata H. Bukowska og Karen E. Halldórsdóttir.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:45

Þjónustudeild fatlaðra

9.2004313 - Áfrýjun vegna synjunar á umsókn um aðstoðarverkstjórn

Áfrýjun dags 12. apríl 2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun við 8. og 9. dagskrárlið:
"Undirrituð telur rangt að hafna umsókn um aðstoðarverkstjórn og setja þar með kvóta á mannréttindi Kópavogsbúa með langvarandi stuðningsþarfir. Með lögfestingu á NPA er skýrt kveðið á um rétt einstaklinga sem ekki geta sinnt verkstjórn sjálfir. Þeir skulu eiga rétt á aðstoð við verkstjórnina, sbr. 2. mgr. 11. gr. laga nr. 38/2018. Þá er í 15. gr. reglugerðar um NPA tekið fram að meta skuli sérstaklega kostnað vegna vinnuframlags aðstoðarverkstjórnenda, sem skuli vera sérstaklega skilgreindur og leggjast við þann heildarkostnað sem fyrr hefur verið reiknaður."

Kristín Sævarsdóttir bókaði eftirfarandi, einnig við dagskrárliði 8 og 9: "Lagalegar og fjárhagslegar forsendur fyrir NPA eru óljósar og illa unnar af hálfu félagsmálaráðuneytisins og er ljóst að aukið fjármagn þarf frá ríkinu til að sveitarfélög geti staðið við lögbundnar skyldur sínar." Undir bókunina tóku Andrés Pétursson, Donata H. Bukowska og Karen E. Halldórsdóttir.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:45

Þjónustudeild fatlaðra

10.2003888 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn dags. 18.3.2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti umsókn um leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:45

Þjónustudeild fatlaðra

11.2001698 - Reglur um skammtímadvalarstaði

Drög að reglum og þar til greind fylgiskjöl lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti framlögð drög að reglum fyrir sitt leyti og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:45

Þjónustudeild fatlaðra

12.2004432 - Reglur um styrki til náms-, verkfæra og tækjakaupa skv. 25. gr.

Drög að reglum og þar til greind fylgiskjöl lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð vísaði framlögðum drögum til umsagnar notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks, að teknu tilliti til athugasemda sem fram komu á fundinum.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:45

Þjónustudeild aldraðra

13.19031122 - Teymisfundir þjónustudeildar aldraðra

Fundargerðir 12.-14. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Önnur mál

14.2004098 - Hjúkrunarrými fyrir yngra fólk

Á fundi velferðarráðs þann 23. mars sl. kom fram vilji ráðsins til að hvetja heilbrigðisráðherra til að stofna hjúkrunarheimili fyrir yngra fólk og koma þannig til móts við hóp yngri sjúklinga en gert er ráð fyrir á almennum hjúkrunarheimilum. Minnisblað sviðsstjóra dags. 15. apríl lagt fram.
Velferðarráð bókaði eftirfarandi og fól sviðsstjóra að koma á framfæri til heilbrigðisráðherra:

Á undanförnum árum hafa óskir borist til velferðarsviðs frá ungu fólki í Kópavogi um sólarhringsþjónustu vegna lömunar og eða mikillar færniskerðingar þar sem þjónustuþörf fyrir umönnun og hjúkrun er fyrirliggjandi. Óskir þessa unga fólks eiga það sammerkt að ekkert þeirra getur hugsað sér að fá þjónustu með mun eldra fólki á hjúkrunarheimilum, þrátt fyrir að slík þjónusta veiti aðgang að sérhæfðri þjónustu, veiti húsnæðisöryggi og tryggi um leið ákveðið félagslegt öryggi.
Velferðarráð Kópavogs telur brýnt að koma því áliti á framfæri við heilbrigðisráðherra að afar nauðsynlegt sé að huga að breytingum hvað varðar þjónustu ríkisins við ofangreindan hóp, þ.e. að gert sér ráð fyrir hjúkrunardeildum á hjúkrunarheimilum sem beinlínis gera ráð fyrir þjónustu við unga langtímasjúklinga. Slíkt fyrirkomulag, með nauðsynlegum breytingum á mönnun og fyrirkomulagi deildanna, mundi gerbreyta þjónustu við þennan aldurshóp frá því sem nú er. Þar með væri tekið tillit til félagslegra og tilfinningalegra þátta þessara einstaklinga, um leið og almenn og sértæk þjónusta væri tryggð. Velferðarsvið Kópavogs vill gjarnan fylgja þessari bókun eftir með viðtali við ráðherra, þar sem frekari upplýsingar væru látnar í té, sé þess óskað.

Fundi slitið - kl. 18:16.