Velferðarráð

71. fundur 12. október 2020 kl. 16:15 - 17:07 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Karen E. Halldórsdóttir formaður
 • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
 • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
 • Björg Baldursdóttir aðalmaður
 • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
 • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
 • Andrés Pétursson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
 • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.2001152 - Teymisfundir ráðgjafa- og íbúðadeildar

Fundargerðir 36.-39. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.2009308 - Úthlutunarfundir félagslegra leiguíbúða

Fundargerð 172. fundar lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Þjónustudeild fatlaðra

3.2010127 - Reglur um NPA - aðstoðarverkstjórn

Drög að reglum lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkir framlögð drög að reglum fyrir sitt leyti og vísar þeim til umsagnar notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:53
 • Atli Sturluson, rekstrarstjóri - mæting: 16:53

Þjónustudeild aldraðra

4.2009761 - Samningur um læknisþjónustu í Roðasölum 1

Samningur við Landspítala vegna læknisþjónustu á hjúkrunarsambýli og dagþjálfun í Roðasölum lagður fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Önnur mál

5.2010233 - Fyrirspurn tillaga nefndarmanna

Andrés Pétursson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Í málefnasamningi núverandi meirihluta 2018-2022 er talað um markvissa fjölgun félagslegs húsnæðis. Samkvæmt Árskýrslu Velferðarsviðs voru félagslegar leiguíbúðir í Kópavogi 412 árið 2017, 406 árið 2018 og 407 árið 2019. Þetta getur varla talist umtalsverð fjölgun. Undirritaður leggur því fram eftirfarandi fyrirspurn.

1. Hvað hafa verið keyptar margar félagslegar leiguíbúðir á þessu ári?
2. Hvaða hafa margar íbúðir verið seldar á árinu?
3.Hvað er stefnt að því að kaupa margar íbúðir á næsta ári?

Andrés Pétursson, fulltrúi BF Viðreisnar í Velferðarráði"

Kristín Sævarsdóttir, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Donata Honkowicz-Bukowska tóku undir fyrirspurnina.

Fundi slitið - kl. 17:07.