Velferðarráð

72. fundur 26. október 2020 kl. 16:18 - 18:43 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Karen E. Halldórsdóttir formaður
 • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
 • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
 • Björg Baldursdóttir aðalmaður
 • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
 • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
 • Andrés Pétursson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
 • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Almenn erindi

1.2010563 - Tölulegar upplýsingar um starfsemi velferðarsviðs

Verkefnastjóri kynnir.
Lagt fram.

Gestir

 • Sigríður Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri - mæting: 16:18

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.2009385 - Reglur um fjárhagsaðstoð. Endurskoðun 2020

Tillögur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð lagðar fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti framlagðar tillögur fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:46

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.2010366 - Svar við fyrirspurn í velferðarráði um fundargerð 172. fundar úthlutunarhóps

Lagt fram.
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:46

Ráðgjafa og íbúðadeild

4.2010233 - Fyrirspurn tillaga nefndarmanna

Svar við fyrirspurn sem fram kom á fundi velferðarráðs þann 12. október 2020 lagt fram.
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:46

Þjónustudeild fatlaðra

5.1905591 - Teymisfundir þjónustudeildar fatlaðra

Fundargerðir 39. - 42. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:23

Þjónustudeild fatlaðra

6.2010546 - Samantekt í einstaklingsmáli

Lagt fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Við almennar umræður um þjónustu við einstaklinga undir 67 ára aldri sem þurfa umfangsmikla stuðnings- og hjúkrunarþjónustu vill ráðið leggja áherslu á að nýta þá möguleika sem til staðar eru. Í dag dvelja um 140 einstaklinga undir 67 ára á hjúkrunarheimilum vegna mikilla þjónustuþarfa vegna veikinda eða slysa.

Velferðarráð Kópavogs leggur því áherslu á að í fyrirhugaðri uppbyggingu þjónustukjarna í Boðaþingi verði gert ráð fyrir íbúðum fyrir einstaklinga yngri en 67 ára með fjölþættri og aldurssvarandi þjónustu. Velferðarráð leggur áherslu á að koma á samræðum við heilbrigðisráðuneytið til að koma þessu mikilvæga máli á rekspöl.

Formanni velferðarráðs og sviðsstjóra var falið að fylgja málinu eftir í bæjarráði.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjór - mæting: 17:23

Þjónustudeild fatlaðra

7.1911750 - Reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra í Kópavogi

Tillögur deildarstjóra dags. 15.10.2020 að breyttum reglum lagðar fram til afgreiðslu.
Vísað til umsagnar öldungaráðs.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:23

Þjónustudeild aldraðra

8.19031122 - Teymisfundir þjónustudeildar aldraðra

Fundargerðir 32. - 35. fundar lagðar fyrir til upplýsingar.
Lagt fram.

Þjónustudeild aldraðra

9.2006834 - Útboð - Félagsleg heimaþjónusta

Upplýsingar vegna útboðs heimaþjónustu auk þar til greindra fylgiskjala lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Þjónustudeild aldraðra

10.2010481 - Skýrsla félags- og barnamálaráherra um stöðu eldri borgara

Lagt fram til upplýsingar og umræðu.
Lagt fram.

Í janúar 2020 óskaði bæjarstjóri Kópavogs eftir leyfi heilbrigðisráðuneytisins til að stofna til 15 dagdvalarrýma fyrir aldraða í bænum. Framlögð skýrsla félags- og barnamálaráðherra undirstrikar enn frekar hve mikil þörf er fyrir aukningu þessarar þjónustu. Er formanni og sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 18:43.