Velferðarráð

73. fundur 09. nóvember 2020 kl. 16:15 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Karen E. Halldórsdóttir formaður
 • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
 • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
 • Björg Baldursdóttir aðalmaður
 • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
 • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
 • Andrés Pétursson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
 • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Almenn erindi

1.2011123 - Reglur Kópavogsbæjar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra

Drög að reglum um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra lögð fram til kynningar og umræðu ásamt greinargerð verkefnastjóra og fylgiskjölum.
Lagt fram.

Velferðarráð fagnar því góða samstarfi sem liggur að baki framlögðum regludrögum sem unnin voru í samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur.

Drög að nýjum reglum um stuðning fyrir börn og fjölskyldur þeirra eru unnin í framhaldi af breytingum á löggjöf varðandi félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk. Markmið þeirra er að koma enn betur til móts við þarfir fjölskyldna með auknum möguleikum á snemmtækum stuðningi.

Velferðarráð felur starfsmönnum sviðsins að meta út frá fyrirliggjandi upplýsingum þá aukningu sem ætla má að verði á þjónustu við íbúa Kópavogsbæjar við innleiðingu reglnanna. Samhliða því vinni starfsmenn sviðsins með nágrannasveitarfélögunum að því að þróa samræmt matstæki.

Regludrögunum er vísað til barnaverndarnefndar, notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks og ungmennaráðs til upplýsingar.

Gestir

 • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir, verkefnastjóri - mæting: 16:17
 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:17
 • Anna Eygló Karlsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:17

Almenn erindi

2.2011078 - Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19

Stöðuskýrslur teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19 lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.2010563 - Tölulegar upplýsingar um starfsemi velferðarsviðs

Tölulegar upplýsingar um starfsemi ráðgjafar- og íbúðadeildar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:31

Ráðgjafa og íbúðadeild

4.2001152 - Teymisfundir 2020

Fundargerðir 40.-43. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:31

Ráðgjafa og íbúðadeild

5.2011112 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð.

Áfrýjun dags. 03.11.2020 ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:31

Ráðgjafa og íbúðadeild

6.2009308 - Úthlutunarfundir félagslegra leiguíbúða

Fundargerð 173. fundar lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.
Hlé var gert á fundi kl.18:23.
Fundi var fram haldið kl.18:28.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:31

Ráðgjafa og íbúðadeild

7.2009053 - Styrkbeiðni vegna starfsemi Pieta samtakanna

Beiðni Pieta samtakanna um samstarf lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að styrkja Pieta samtökin um 800.000 krónur enda rúmast það innan fjárhagsáætlunar velferðarsviðs.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:31

Þjónustudeild fatlaðra

8.2010529 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda.

Umsókn dags. 21.10.2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 18:32

Þjónustudeild fatlaðra

9.2011125 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn dags. 28.10.2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 18:32

Þjónustudeild fatlaðra

10.2011127 - Fyrirspurn um fjölda einstaklinga á biðlista eftir skammtímadvöl - málefni fatlaðra

Svar við fyrirspurn sem lögð var fram munnlega á fundi ráðsins þann 26.10.2020 lagt fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Velferðarráð óskar eftir því að sviðsstjóri og starfsfólk velferðarsviðs kanni hvernig mætti koma betur til móts við þarfir barna sem þurfa á skammtímadvöl að halda. Samhliða því yrði að meta umfang og kostnað við stuðningsþjónustu við þennan hóp barna eins og hún er í dag. Í þeirri greiningu þyrfti að skoða áframhaldandi samvinnu Kópavogs við nærliggjandi sveitarfélög um slík úrræði, en einnig að kannaður yrði sá möguleiki að Kópavogsbær færi einhliða í slíkan rekstur.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 18:32

Þjónustudeild fatlaðra

11.2011136 - Fyrirspurn um fjölda fatlaðs fólks á biðlista eftir félagslegu húsnæði

Svar við fyrirspurn sem lögð var fram munnlega á fundi ráðsins þann 26.10.2020 lagt fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 18:32

Þjónustudeild fatlaðra

12.1911750 - Reglur um ferðaþjónustu aldraðra í Kópavogi

Tillögur að breyttum reglum um ferðaþjónustu aldraðra. Málinu var vísað til öldungaráðs sem tók málið fyrir þann 29.10.2020. Lagt fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkir tillögu öldungaráðs og felur starfsmönnum að setja upp drög að reglum um ferðaþjónustu aldraðra til samræmis við hana.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 18:32

Þjónustudeild aldraðra

13.1908788 - Fundargerðir öldungaráðs

Fundargerð 14. fundar lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.
Velferðarráð óskar eftir kynningu á verkefninu Virkni og vellíðan á næsta fundi.

Fundi slitið.