Velferðarráð

76. fundur 11. janúar 2021 kl. 16:15 - 17:40 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Karen E. Halldórsdóttir formaður
 • Margrét Friðriksdóttir varamaður
 • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
 • Björg Baldursdóttir aðalmaður
 • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
 • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
 • Andrés Pétursson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
 • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Almenn erindi

1.2011715 - Leiksvæði í Kópavogi, aðgerðaráætlun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. nóvember, lögð fram drög að aðgerðaráætlun fyrir leiksvæði í Kópavogi. Á fundi bæjarráðs þann 10. desember 2020 var samþykkt að vísa áætluninni til umsagnar nefnda og ráða bæjarins.
Lagt fram.

Nefndarmenn voru sammála um að um mikilvægt og metnaðarfullt plagg fyrir bæjarfélagið sé að ræða.
Bent er á mikilvægi þess að hugað sé að aðgengismálum á leikvöllum bæjarins, bæði aðgengi fyrir fatlaða fullorðna sem og leiktækjum fyrir börn með fötlun.
Hvatt er til þess að sett séu leik/æfingatæki fyrir fullorðið fólk á sömu svæði og leiktæki fyrir börn, en með því er unnt að efla heilsu fullorðinna samhliða samveru fjölskyldunnar.
Einnig er bent á mikilvægi þess að hugað sé að samræmi á milli hverfa, svo að veglega leikvelli megi finna í öllum hverfum bæjarins. Samhliða uppbyggingu nýrra hverfa verði auk þess ávallt hugað að leiksvæðum.

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.2001152 - Teymisfundir 2020

Fundargerðir 48.-51. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:23

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.2009308 - Úthlutunarhópur félagslegs leiguhúsnæðis

Fundargerð 175. fundar lögð fram til upplýsingar
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:23

Þjónustudeild fatlaðra

4.2012474 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn ódagsett, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti umsókn um leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:52

Þjónustudeild fatlaðra

5.2012486 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn dags. 09.12.2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti umsókn um leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:52

Þjónustudeild fatlaðra

6.2012470 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn dags. 15.12.2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti umsókn um leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Kristín Sævarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:52

Önnur mál

7.2011604 - Styrkbeiðni. Kvennaráðgjöfin.

Styrkumsókn Kvennaráðgjafarinnar fyrir rekstrarárið 2021 dags. 18.11.20, ásamt greinargerð verkefnastjóra lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita Kvennaráðgjöfinni styrk að upphæð 290.000 kr. fyrir árið 2021.

Önnur mál

8.2011329 - Styrkbeiðni. Stígamót.

Styrkumsókn Stígamóta fyrir rekstrarárið 2021 dags. 9.11.20, ásamt greinargerð verkefnastjóra og þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita Stígamótum styrk að upphæð 1.000.000 kr. fyrir árið 2021.

Önnur mál

9.2012347 - Styrkbeiðni. Bjarkarhlíð.

Styrkumsókn Bjarkarhlíðar fyrir rekstrarárið 2021 dags. 3.12.20, ásamt greinargerð verkefnastjóra lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita Bjarkarhlíð styrk að upphæð 400.000 kr. fyrir árið 2021.

Önnur mál

10.2011078 - Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19

9. stöðuskýrsla lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:40.