Lagt fram til umsagnar, sbr. bókun bæjarráðs þann 21.1.2021:
Tillaga frá bæjarfulltrúa Pétri Hrafni Sigurðssyni um skipan starfshóps sem verði falið að skoða möguleika á sameiningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Kópavogi.
Meðal þess sem starfshópurinn skal skoða eru möguleikar á bættri þjónustu við Kópavogsbúa sem nýta heimaþjónustu og heimahjúkrun og aðstandendur þeirra. Enn fremur skal starfshópurinn skoða möguleika sem sameining gæti haft á rekstur heimaþjónustu og heimahjúkrunnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar velferðarráðs og öldungaráðs.