Eftirfarandi tillaga Donötu H. Bukowska og Kristínar Sævarsdóttur ásamt greinargerð dags. 3.3.2021 lögð fram til afgreiðslu.
"Undirritaðar leggja til að heimasíða Kópavogsbæjar verði gerð aðgengilegri fyrir Kópavogsbúa af erlendum uppruna og fólki með slakt stofnanalæsi með það að markmiði að gera þeim hópi fólks auðveldara að vera virkt í íslensku samfélagi og forðast félagslega einangrun. Á vefsíðunni skal, með einföldum hætti, vera hægt að nálgast upplýsingar um þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir, sækja umsóknareyðublöð og senda inn fyrirspurnir. Auk þess skal vera hægt að nálgast á síðunni nýjustu fréttir úr daglegu lífi Kópavogsbæjar og réttar upplýsingar á óvissutímum eins og t.d. Covid faraldur og jarðhræringar. Þessi hluti vefsíðunnar skal vera á auðlesnu íslensku máli en auk þess á a.m.k. ensku og pólsku.
Donata H. Bukowska
Kristín Sævarsdóttir"
Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði vegna þjónustunnar í fjárhagsáætlun en velferðarráð vekur athygli á að gera þarf ráð fyrir nýjum kostnaðarliðum við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022 til samræmis við reglurnar, enda verði þá búið að meta þörf fyrir þjónustuna að miklu leyti.