Velferðarráð

82. fundur 12. apríl 2021 kl. 16:15 - 17:20 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.2101134 - Teymisfundir

Fundargerðir 10.-14. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.2009308 - Úthlutunarfundir félagslegra leiguíbúða

Fundargerð 178. fundar lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Þjónustudeild fatlaðra

3.2011127 - Fyrirspurn um fjölda einstaklinga á biðlista eftir skammtímadvöl - málefni fatlaðra

Greinargerð deildarstjóra, dags. 8.4.2021 ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til upplýsingar.
Velferðarráð tekur undir fyrirliggjandi greinargerð um nauðsyn skammtímadvalar fyrir fötluð börn í bæjarfélaginu og telur mjög mikilvægt að gert verði ráð fyrir uppbyggingu slíks úrræðis við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:49

Þjónustudeild aldraðra

4.1903670 - Þjónustusamningur við Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Samantekt frá Heimahjúkrun höfuðborgarsvæðisins vegna þjónustu félagsliða skv. samstarfssamningi lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Þjónustudeild aldraðra

5.2104186 - Sameiginleg þjónustugátt heimaþjónustu og heimahjúkrunar

Fulltrúar Kópavogsbæjar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins funduðu þann 7.4.2021 þar sem fram kom vilji til að skoða möguleika á sameiginlegri þjónustugátt. Fundargerð lögð fram til upplýsingar.
Velferðarráð lýsir ánægju með eftirfarandi bókun úr fundargerð:

"Fulltrúar Kópavogsbæjar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir vilja til að sameina í eina þjónustugátt umsóknir um þjónustu til beggja aðila, þ.e. umsóknir um heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu, til hagsbóta fyrir þjónustuþega. Með þessu verður tryggt að starfsmenn fái upplýsingar um þá þjónustu sem sótt er um hjá hinum aðilanum.
Upplýsingatæknideild Kópavogsbæjar í samvinnu við fulltrúa Heilsugæslunnar verði falið að greina verkefnið nánar og koma með tillögur um mögulegar útfærslur ásamt kostnaðaráætlun. Samhliða þessu verður lagalegur grundvöllur slíkrar samvinnu kannaður, m.a. að teknu tilliti til persónuverndarsjónarmiða.
Endanleg ákvörðun um þessa samvinnu verður tekin þegar greinargerð með niðurstöðum liggur fyrir, en stefnt er að því að það verði innan mánaðar. Anna Klara Georgsdóttir, deildarstjóri þjónustudeildar aldraðra mun halda utan um þetta verkefni af hálfu Kópavogsbæjar en Sigrún Kristín Barkardóttir, framkvæmdastjóri heimahjúkrunar af hálfu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins."

Önnur mál

6.1901916 - Boðaþing 11-13, seinni áfangi hjúkrunarheimilis, seinni umferð.

Minnisblað sviðsstjóra dags. 29.3.2021 lagt fram til upplýsingar.
Velferðarráð tekur undir minnisblað sviðsstjóra varðandi þörf fyrir hjúkrunarrými fyrir einstaklinga yngri en 67 ára með umfangsmiklar þjónustuþarfir vegna færniskerðinga sem stafa af veikindum eða slysum. Um er að ræða fjölgun valkosta í þjónustu og verður þróun úrræðissins unnin áfram í góðu samráði við hagsmunasamtök fatlaðs fólks og aðra hagsmunaaðila.

Velferðarráð leggur áherslu á að bæjarstjórn grípi til nauðsynlegra aðgerða til þess að af uppbyggingu úrræðisins verði, með þeirri útfærslu sem lögð er til í minnisblaðinu.

Önnur mál

7.2011078 - Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19

Stöðuskýrslur 10-12 lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:20.