Velferðarráð

85. fundur 31. maí 2021 kl. 16:15 - 18:05 í Fannborg 6, fundarherbergi 1. hæð, Völlur
Fundinn sátu:
 • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
 • Björg Baldursdóttir aðalmaður
 • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
 • Karen E. Halldórsdóttir formaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
 • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
 • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

Almenn erindi

1.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Drög að stefnumótun velferðarsviðs lögð fram til samþykktar. Með fylgir samantekt verkefnastjóra.
Velferðarráð samþykkti framlögð drög að stefnu velferðarsviðs fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.2105842 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð

Áfrýjun dags.26.05.2021, ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:26

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.2104671 - Stefna í málefnum heimilislausra

Tillögur um aðgerðir í málefnum heimilislausra dags. 26.4.2021 lagðar fram til upplýsingar.
Velferðarráð tekur undir fyrirliggjandi greinargerð um nauðsyn þess að stofna til viðeigandi húsnæðisúrræða sem mæta þörfum íbúa sem glíma við alvarlegan fíknivanda og annan vanda með áherslu á bata og endurhæfingu í búsetu. Um langtímaverkefni er að ræða og leggur ráðið áherslu á áframhaldandi samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna framgangs þess og eru Hafnarfjörður og Garðabær nefnd þar sérstaklega. Lagt er til að sveitarfélögin ráði sameiginlega sérstakan verkefnastjóra til að vinna að framgangi verkefnisins, þ.m.t. undirbúningi, innleiðingu og framkvæmd í samræmi við stefnu sveitarfélaganna í málaflokknum.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:26

Ráðgjafa og íbúðadeild

4.2009308 - Úthlutunarfundir félagslegs leiguhúsnæðis

Fundargerð 181. fundar lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:26

Þjónustudeild fatlaðra

5.1905591 - Teymisfundir þjónustudeildar fatlaðra

Fundargerðir 17.-21. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:11

Þjónustudeild fatlaðra

6.2105677 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn dags. 18.05.2021, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:11

Þjónustudeild fatlaðra

7.1901639 - Endurskoðun á reglum um NPA

Drög að reglum, auk umbeðinnar umsagnar lögfræðideildar, lögð fram til afgreiðslu.
Hlé var gert á fundi kl.17:24.
Fundi var fram haldið kl.17:50.

Velferðarráð samþykkti framlagðar reglur fyrir sitt leyti, að viðbættu ákvæði um endurskoðun að ári liðnu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:11

Þjónustudeild fatlaðra

8.2105770 - Fossvogsbrún 2a - íbúðakjarni fyrir fatlað fólk

Greinargerð vegna viðauka við fjárhagsáætlun 2021 lögð fram til afgreiðslu.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:11

Þjónustudeild fatlaðra

9.1909173 - Fundargerðir notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks

Fundargerð 7. fundar lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:11

Þjónustudeild aldraðra

10.19031122 - Teymisfundir þjónustudeildar aldraðra

Fundargerðir 17.- 21. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Þjónustudeild aldraðra

11.1901916 - Boðaþing 11-13, seinni áfangi hjúkrunarheimilis, seinni umferð.

Minnisblað sviðsstjóra dags. 20.5.2021 lagt fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Önnur mál

12.1908788 - Fundargerðir öldungaráðs

Fundargerð 16. fundar lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:05.