Velferðarráð

86. fundur 14. júní 2021 kl. 16:19 - 17:57 í Fannborg 6, fundarherbergi 1. hæð, Völlur
Fundinn sátu:
 • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
 • Björg Baldursdóttir aðalmaður
 • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Jón Finnbogason varamaður
 • Karen E. Halldórsdóttir formaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
 • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

Almenn erindi

1.1710524 - Hörðukór, Hof og sértæk heimaþjónusta

Minnisblað dags. 11.6.21 lagt fram til upplýsingar.
Forstöðumaður fer yfir stöðu mála.
Velferðarráð þakkar greinargóða kynningu.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:19
 • Kristín Þyri Þorsteinsdóttir, forstöðumaður - mæting: 16:19

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.2101134 - Teymisfundir

Fundargerðir 19.-23. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:00

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.2106450 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð.

Áfrýjun dags. 09.06.2021, ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Afgreiðslu frestað og nánari upplýsinga óskað. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:00

Ráðgjafa og íbúðadeild

4.2106394 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð.

Áfrýjun móttekin 10.6.2021, ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:00

Þjónustudeild fatlaðra

5.2106583 - Eftirskólaúrræði fyrir framhaldsskólanema

Greinargerð deildarstjóra dags. 10.6.21 lögð fram til upplýsingar.
Ljóst er að húsnæði vantar fyrir eftirskólaúrræði fyrir framhaldsskólanema með fötlun frá og með næsta hausti. Velferðarráð lítur stöðuna alvarlegum augum og ljóst er að þörf er á samstarfi velferðar-, mennta- og umhverfissviðs til að finna lausn á henni. Óskað verður eftir fundi með stjórnendum sviðanna.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:27

Þjónustudeild aldraðra

6.2002335 - Digi Rehab - Tilraunaverkefni

Stöðuskýrsla dags. 31.5.21, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Önnur mál

7.2105853 - Klúbburinn Geysir. Beiðni um rekstrarstyrk árið 2021.

Styrkbeiðni dags. 26.5.21, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita Klúbbnum Geysi 600.000,- kr. styrk fyrir rekstrarárið 2021.

Fundi slitið - kl. 17:57.