Velferðarráð

91. fundur 11. október 2021 kl. 16:15 - 16:40 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.2101134 - Teymisfundir 2021

Fundargerðir 36.-39. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.2110218 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð.

Áfrýjun dags. 27.9.2021, ásamt þar til greindum fylgigögnum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Þjónustudeild fatlaðra

3.2109878 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn dags. 17.09.2021, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda.
Fært í trúnaðarbók.

Þjónustudeild fatlaðra

4.1410400 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn dags. 03.08.2021, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að endurnýja leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda.
Fært í trúnaðarbók.

Önnur mál

5.2109950 - Fyrirspurn um heilsueflingu eldri borgara

Baldur Þór Baldvinsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Óska eftir að fá upplýsingar um verkefnið Virkni og Vellíðan í Kópavogi
1. Hver er staða verkefnisins í dag?
2. Hver er núverandi kostnaður?
3. Áætlaður kostnaður 2021?
4. Einungis ca 5% eldri borgara 67 ára og eldri komust að í verkefninu. Hvað um aðra?"
Lagt fram.
Velferðarráð felur deildarstjóra þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra að taka saman umbeðin gögn.

Önnur mál

6.2109412 - Tillaga um stofnun notendaráðs íbúa sem þiggja fjárhagsaðstoð og félaglega ráðgjöf

Lögð var fram greinargerð og tillaga Donötu H. Bukowska og Kristínar Sævardóttur.
Lagt fram.
Velferðarráð felur starfsmönnum sviðsins að útfæra framlagða tillögu nánar, þar sem meðal annars verði horft til þess hvernig samráði við fólk sem þegið hefur fjárhagsaðstoð og félagslega ráðgjöf er háttað annars staðar, hérlendis og erlendis. Samhliða verði reynsla af notendaráðum bæjarins, þ.e. öldungaráði, ungmennaráði og notendaráði í málefnum fatlaðs fólks metin.

Önnur mál

7.2109683 - Fundir nefnda og ráða

Frá lögfræðideild, dags. 30. september 2021, lögð fram umsögn varðandi þóknanir fyrir fundi nefnda og ráða hjá Kópavogsbæ.

Forsætisnefnd samþykkti á fundi sínum þann 7.10.2021 að senda umsögnina á allar nefndir/ráð til upplýsinga og áréttingar, með beiðni um að málið verði tekið á dagskrá viðkomandi nefndar/ráðs.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:40.