Velferðarráð

93. fundur 22. nóvember 2021 kl. 16:15 - 18:15 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

Almenn erindi

1.2111146 - Lýðheilsustefna 2022-2025

Drög að endurskoðaðri lýðheilsustefnu lögð fram til umsagnar, sbr. bókun bæjarráðs dags. 29.10.2021.
Lagt fram.
Ábendingar nefndarmanna verða sendar verkefnastjóra lýðheilsumála.

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.2101134 - Teymisfundir ráðgjafa og íbúðadeildar

Fundargerðir 40.-45. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:41

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.2009308 - Úthlutunarfundir félagslegs leiguhúsnæðis

Fundargerðir 184.-185. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:41

Ráðgjafa og íbúðadeild

4.2111834 - Áfrýjun. Félagsleg leiguíbúð

Áfrýjun dags. 12.11.2021, ásamt þar til greindum fylgigögnum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:41

Þjónustudeild fatlaðra

5.1905591 - Teymisfundir þjónustu- og ráðgjafardeildar fatlaðra

Fundargerðir 38. - 41. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:09

Þjónustudeild fatlaðra

6.2111334 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn dags. 03.11.2021, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:09

Þjónustudeild fatlaðra

7.2111877 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn ódagsett, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:09

Þjónustudeild fatlaðra

8.2107012 - Kæra nr.287-2021. NPA. Ættingjaaðstoð.

Úrskurður nr. 287/2021 um NPA - ættingjaaðstoð lagður fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:09

Þjónustudeild fatlaðra

9.2111607 - Athugun á áhrifum Covid-19 á gæðum þjónustu við fatlað fólk

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar gerði athugun á áhrifum COVID-19 á gæði þjónustu við fatlað fólk á tímabilinu nóvember 2020 til apríl 2021. Skýrsla lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.
Vísað til notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks til upplýsingar.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:09

Þjónustudeild aldraðra

10.19031122 - Teymisfundir þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra

Fundargerðir 41.- 44. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Þjónustudeild aldraðra

11.2111423 - Innlitsþjónusta. Svar við fyrirspurn

Á 92. fundi velferðarráðs kom fram beiðni um upplýsingar um stöðu mála í félagslegri heimaþjónustu. Greinargerð deildarstjóra, dags. 15.11.2021 lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Velferðarráð þakkar fyrir framlagða greinargerð en lýsir á sama tíma yfir áhyggjum af þeirri stöðu sem komin er upp í heimaþjónustu við aldraða. Vegna Covid-19 er í dag ekki hægt að veita öllum notendum nauðsynlega þjónustu og mikið álag er á starfsfólki.

Þjónustudeild aldraðra

12.2111406 - Roðasalir. Kröfulýsing

Kröfulýsing hjúkrunarsambýlisins Roðasölum 1 lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Önnur mál

13.21111190 - Fyrirspurn. Notendur fjárhagsaðstoðar

Kristín Sævarsdóttir og Donata H. Bukowska lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Óskað er eftir nákvæmri greiningu á hópnum sem þiggur fjárhagsaðstoð.
Hversu margir þáðu fjárhagsaðstoð við síðustu úttekt?
Hversu mörg voru þau á sama tíma á síðasta ári?
Hversu margir þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð eru með fulla fjárhagsaðastoð?
Hvernig er aldurskiptingin?
Hversu lengi hefur fólk verið á fjárhagsaðstoð?
Hversu margir af heildarfjöldanum teljast með fulla starfsgetu?
Hversu margir teljast með getu til að sinna hlutastarfi?
Hvaða vinnustaðir og vinnuúrræði standa notendum fjárhagsaðstoðar til boða?"

Karen Halldórsdóttir bókaði:
"Óska einnig eftir yfirliti yfir fjölda erlendra ríkisborgara sem fengið hafa fjárhagsaðstoð sl. 10 ár."

Fundi slitið - kl. 18:15.