Velferðarráð

94. fundur 13. desember 2021 kl. 16:15 - 17:28 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
 • Björg Baldursdóttir aðalmaður
 • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
 • Karen E. Halldórsdóttir formaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
 • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
 • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

Almenn erindi

1.20081068 - Kynning á Fléttunni

Verkefnastjórar velferðarsviðs og menntasviðs kynna Fléttuna, samstarfsverkefni sviðanna.
Velferðarráð þakkar greinargóða kynningu.
Deildarstjóri grunnskóladeildar og deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar fatlaðra sátu kynninguna.

Gestir

 • Sigríður Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri velferðarsviðs - mæting: 16:15
 • Ingunn Mjöll Birgisdóttir, verkefnastjóri menntasviðs - mæting: 16:15
 • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir, verkefnastjóri snemmtæks stuðnings - mæting: 16:15

Þjónustudeild fatlaðra

2.2112441 - Innleiðing á Memaxi í Dimmuhvarfi

Forstöðumaður Dimmuhvarfs kynnir stöðu innleiðingar og greinargerð deildarstjóra dags. 9.12.2021 lögð fram til upplýsingar.
Velferðarráð þakkar góða kynningu.

Gestir

 • Bryngerður Bryngeirsdóttir, forstöðumaður - mæting: 16:57
 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:57

Þjónustudeild fatlaðra

3.1905591 - Teymisfundir þjónustudeildar fatlaðra

Fundargerðir 42. - 44. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:57

Þjónustudeild fatlaðra

4.18031207 - Umsagnamál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn ódagsett, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að endurnýja leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:57

Þjónustudeild aldraðra

5.19031122 - Teymisfundir þjónustudeildar aldraðra

Fundargerðir 45.- 47. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:28.