Velferðarráð

96. fundur 24. janúar 2022 kl. 16:15 - 18:07 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
 • Björg Baldursdóttir aðalmaður
 • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
 • Karen E. Halldórsdóttir formaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
 • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
 • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Almenn erindi

1.2201589 - CareOn kerfi í félagslegri heimaþjónustu. Kynning.

CareOn kerfið hefur verið notað í félagslegri heimaþjónustu frá árinu 2017. Að beiðni nefndarmanna verður farið yfir samstarfið hingað til og væntanlega þróun kerfisins.
Lagt fram.
Velferðarráð þakkar góða kynningu.

Gestir

 • Valur Arnarson - mæting: 16:15
 • Jóhann Grétarsson - mæting: 16:15

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.21111190 - Fyrirspurn. Notendur fjárhagsaðstoðar

Svar við fyrirspurn sem lögð var fram á fundi velferðarráðs 22.11.2021.
Velferðarráð þakkar ítarlega og greinargóða greinargerð.

Kristín Sævarsdóttir og Donata H. Bukowska lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Í nóvember 2021 voru 107 Kópavogsbúar að þiggja fjárhagsaðstoð frá Kópavogsbæ og þar af teljast 26 vinnufærir. Nú þegar eru í gangi starfsþjálfunarsamningar við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem sumarstörf hafa verið í boði fyrir þennan hóp. Þegar sumarstörfum lýkur er hætt við að viðkomandi einstaklingar lendi aftur í óvirkni með tilheyrandi afleiðingum.
Rannsóknir benda eindregið á að fólk sem hvorki er í vinnu né námi er í verulegri áhættu á langtíma fátækt og jaðarsetningu til framtíðar. Það eru vond lífsgæði fyrir einstaklinga auk þess sem það er dýrt fyrir samfélagið.
Það er mjög mikilvægt að Kópavogsbær setji í gang áætlun um starfsþjálfun fyrir notendur fjárhagsaðstoðar á vinnustöðum bæjarins til að auðvelda fólki að komast aftur út á vinnumarkaðinn.
Kristín Sævarsdóttir
Donata Bukowska“

Karen E. Halldórsdóttir tekur undir bókunina.

Vísað til bæjarráðs til upplýsingar.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:57

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.2201572 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð.

Áfrýjun dags. 18.1.2022, ásamt þar til greindum fylgigögnum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:57

Ráðgjafa og íbúðadeild

4.2110576 - Áfrýjun. Félagsleg leiguíbuð.

Beiðni um endurupptöku lögð fram til afgreiðslu
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:57

Þjónustudeild fatlaðra

5.1905591 - Teymisfundir þjónustudeildar fatlaðra

Fundargerð 45. fundar ársins 2021 og 1. - 3. fundar ársins 2022 lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:55

Þjónustudeild fatlaðra

6.2201571 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn dags. 19.01.2022, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:55

Þjónustudeild aldraðra

7.19031122 - Teymisfundir þjónustudeildar aldraðra

Fundargerðir 48. og 49. fundar ársins 2021 og 1. - 3. fundar ársins 2022 lagðar fram til upplýsingar.
Samantekt á umsóknum og afgreiðslum teymisfunda árið 2021 lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:07.