Velferðarráð

97. fundur 21. febrúar 2022 kl. 16:15 - 17:45 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Björg Baldursdóttir aðalmaður
 • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
 • Karen E. Halldórsdóttir formaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
 • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
 • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.2201090 - Teymisfundir

Fundargerðir 1. - 6. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:25

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.2112032 - Kæra nr. 634/2021 Fjárhagsaðstoð

Úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála nr. 634/2021 dags. 27.1.2022 lagður fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:25

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.2202265 - Úthlutunarhópur félagslegs leiguhúsnæðis

Fundargerð 187. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:25

Þjónustudeild fatlaðra

4.2202175 - Skýrsla Ríkisendurskoðunar: Þjónusta við fatlað fólk, innleiðing og framkvæmd sveitarfélaga

Skýrsla Ríkisendurskoðunar ásamt greinargerð deildarstjóra lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Önnur mál

5.2011078 - Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19

18. stöðuskýrsla teymis lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Önnur mál

6.2112006 - Breytt skipulag barnaverndar hjá sveitarfélögum

Minnisblað sviðsstjóra dags. 13.12.2021, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lagt fram til upplýsingar.
Sviðsstjóri kynnti væntanlegar breytingar og stöðu mála.

Önnur mál

7.2104186 - Sameiginleg þjónustugátt heimaþjónustu og heimahjúkrunar

Óskað var eftir upplýsingum um stöðu mála hvað varðar sameiginlega þjónustugátt heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Kópavogi.
Deildarstjóri rakti feril og stöðu málsins.
Velferðarráð lýsir eftir svörum við tillögu um sameiginlega þjónustugátt félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar í bæjarfélaginu sem send var til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landlæknis og fleiri aðila á síðasta ári.

Um er að ræða mikið hagsmunamál fyrir aldraða íbúa í bænum og aðstandendur þeirra og brýnt að koma því í framkvæmd.

Fundi slitið - kl. 17:45.