Velferðarráð

102. fundur 09. maí 2022 kl. 16:15 - 17:45 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá
Tillaga er um að mál nr. 8 á dagskrá fundarins verði tekið inn á dagskrá fundarins með afbrigðum skv. 5. gr. erindisbréfs velferðarráðs Kópavogs. Samþykkt með 8 atkvæðum.

Almenn erindi

1.2008868 - Kynning á stöðu mála í Barnavernd.

Lagt fram til upplýsingar.
Velferðarráð þakkar greinargóða kynningu.

Gestir

  • Anna Eygló Karlsdóttir, deildarstjóri Barnaverndar - mæting: 16:15

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.2201090 - Teymisfundir 2022

Fundargerðir 12.-18. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:55

Þjónustudeild fatlaðra

3.2205605 - NPA samningar og beingreiðslusamningar. Staða mála.

Greinargerð deildarstjóra dags. 6.5.2022, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.
Velferðarráð þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:00

Þjónustudeild fatlaðra

4.22032358 - Innleiðing Memaxi á starfsstöðvar velferðarsviðs

Greinargerð deildarstjóra dags. 4.5.2022 og samningur um innleiðingu og notkun lausnarinnar í þremur íbúðakjörnum lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkir framlagðan samning, enda rúmast hann innan fjárhagsáætlunar.

Velferðarráð fagnar því að Kópavogsbær sé leiðandi í notkun velferðartæknilausnarinnar Memaxi í íbúðakjörnum.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:00

Þjónustudeild fatlaðra

5.1909173 - Fundargerðir notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks

Fundargerð 10. fundar lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:00

Þjónustudeild aldraðra

6.1908788 - Fundargerðir öldungaráðs

Fundargerð 19. fundar lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Baldur Þór Baldvinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég ítreka bókun við 1. lið fundarins um breytingar á félagsmiðstöðvum aldraðra og mótmæli því að málið sé ekki afgreitt á þessum fundi."
Karen E. Halldórsdóttir vék af fundi kl. 17:27.

Önnur mál

7.2205251 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn dags. 14.4.22, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkir að veita leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Önnur mál

8.2205696 - Skýrsla starfshóps um heildarendurskoðun laga nr.38-2018

Lagt fram til upplýsingar.
Lagt fram til upplýsingar.

Skýrslan verður lögð fram að nýju á næsta fundi velferðarráðs. Samhliða er óskað eftir yfirliti yfir þróun kostnaðar í þjónustu velferðarsviðs við fatlað fólk frá árinu 2018.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:35

Fundi slitið - kl. 17:45.