Velferðarráð

103. fundur 23. maí 2022 kl. 16:17 - 16:57 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
  • Karen E. Halldórsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Jón Finnbogason varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Pétur Hrafn Sigurðsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá
Tillaga er um að mál nr. 1 á dagskrá fundarins verði tekið inn á dagskrá fundarins með afbrigðum skv. 5. gr. erindisbréfs velferðarráðs Kópavogs. Samþykkt með 6 atkvæðum.

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.22052048 - Áfrýjun. Félagsleg leiguíbúð

Áfrýjun móttekin 23.5.2022, ásamt þar til greindum fylgigögnum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Þjónustudeild fatlaðra

2.1905591 - Teymisfundir þjónustudeildar fatlaðra

Fundargerðir 15. - 20. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:20

Þjónustudeild fatlaðra

3.2203168 - Hækkun á jafnaðartaxta NPA samninga

Afgreiðslu var frestað á fundi velferðarráðs þann 7.3.2022 og frekari upplýsinga óskað.
Greinargerð deildarstjóra dags. 19.5.2022 ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkir tillögu um hækkun jafnaðartaxta fyrir sitt leyti.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Halla Kari Hjaltested mætti til fundar kl.16:25.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:20
  • Atli Sturluson, rekstrarstjóri - mæting: 16:23

Þjónustudeild fatlaðra

4.2205696 - Skýrsla starfshóps um heildarendurskoðun laga nr.38-2018

Skýrsla starfshóps um endurskoðun laga 38/2018 ásamt greinargerð deildarstjóra dags. 19.5.2022 lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.
Velferðarráð þakkar framlagðar upplýsingar og leggur til að þær verði kynntar nýju velferðarráði í haust.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:20
  • Atli Sturluson, rekstrarstjóri - mæting: 16:23

Þjónustudeild aldraðra

5.19031122 - Teymisfundir þjónustudeildar aldraðra

Fundargerðir 15.- 20. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Þjónustudeild aldraðra

6.2204449 - Félagsmiðstöðvar aldraðra. Breyting á skipuriti.

Greinargerð deildarstjóra dags. 19.4.2022 ásamt umsögn öldungaráðs dags. 5.5.2022 lögð fram til afgreiðslu.
Lagt fram.

Velferðarráð fagnar því að félagsstarf aldraðra færist yfir á velferðarsvið og samhliða því tækifæri til að samþætta enn frekar þjónustu við aldraða. Við uppbyggingu í málaflokknum er mikilvægt að viðhalda virku samstarfi og samráði við öldungaráð, FEBK og notendur þjónustunnar.

Viðræðum við Hrafnistu um rekstur félagsmiðstöðvarinnar í Boðaþingi verður ekki fram haldið að svo stöddu.

Önnur mál

7.2204193 - Reglur Kópavogsbæjar um stuðnings- og stoðþjónustu

Drög að reglum um stuðnings- og stoðþjónustu fyrir fullorðið fólk lögð fram til afgreiðslu. Velferðarráð vísaði framlögðum drögum til umsagnar öldungaráðs og notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks þann 1.4.2022.
Afgreiðslu frestað.

Velferðarráð þakkar fyrir þá ítarlegu og góðu vinnu sem liggur að baki framlögðum regludrögum og leggur til að þau verði kynnt nýju velferðarráði eins fljótt og unnt er.
Nefndarmenn þakka gott samstarf á tímabilinu og færa starfsfólki velferðarsviðs góðar þakkir fyrir vel unnin störf á óvenjulegum og krefjandi tímum. Velferðarráð þakkar Önnu Klöru Georgsdóttur deildarstjóra og starfsmanni ráðsins sérstaklega fyrir einstaklega vel unnin störf og utanumhald um starfsemi ráðsins á liðnum árum.

Fundi slitið - kl. 16:57.