Velferðarráð

110. fundur 21. nóvember 2022 kl. 16:15 - 17:53 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Björg Baldursdóttir formaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
 • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
 • Helga Þórólfsdóttir varamaður
 • Rúnar Ívarsson varamaður
Starfsmenn
 • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
 • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir ritari velferðarráðs
Dagskrá

Önnur mál

1.2211177 - Fyrirspurn um stöðu á yfirfærslu félagsstarfs aldraðra frá formanni velferðarráðs

Greinargerð verkefnastjóra velferðarsviðs og deildarstjóra frístundadeildar menntasviðs dags. 14.11.2022, ásamt tilgreindu fylgiskjali, lögð fram.
Velferðarráð þakkar góða kynningu og færir deildarstjóra frístundadeildar og starfsfólki félagsstarfs aldraðra þakkir fyrir vel unnin störf í þágu málaflokksins.

Gestir

 • Amanda K. Ólafsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Almenn erindi

2.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.
Lagt fram.

Ráðgjafar- og íbúðadeild

3.22114374 - Félagsleg leiguíbúð. Áfrýjun

Áfrýjun dags. 10.11.2022, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Rannveig Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:30

Ráðgjafar- og íbúðadeild

4.2211221 - Fjárhagsaðstoð. Áfrýjun

Áfrýjun dags. 2.11.2022, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Rannveig Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:30

Barnavernd

5.2112006 - Breytt skipulag barnaverndar hjá sveitarfélögum

Sviðsstjóri kynnir breytingar á barnaverndarlögum sem snúa að skipan umdæmisráða og starfsemi barnaverndarþjónustu. Meðfylgjandi er einnig minnisblað sviðsstjóra dags. 13.12.2021, kynning frá félagsmálaráðuneyti dags. 13.12.2021, ásamt afriti af lögum um breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002.
Velferðarráð þakkar góða kynningu.

Önnur mál

6.2209687 - Erindisbréf velferðarráðs. Framhaldsmál

Greinargerð verkefnastjóra velferðarsviðs dags. 16.11.2022, ásamt tilgreindu fylgiskjali lögð fram til kynningar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:53.